Tenglar

21. ágúst 2008 |

Vilja plöntusteingervingasetur á Vestfjörðum

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Ísafirði um síðustu helgi beindi því til Háskólaseturs Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða að koma á fót plöntusteingervingasetri á Vestfjörðum, enda er þar að finna merkilegar leifar fornra skóga Íslands. Í greinargerð með þessum tilmælum segir:

 

Rannsóknir á plöntuleifum úr íslenskum jarðlögum má rekja aftur til áranna 1750-1760 þegar Eggert Ólafsson ferðaðist um landið. Frá þeim tíma hafa innlendir og erlendir fræðimenn rannsakað plöntusteingervinga hér á landi. Þekktustu svæði þessara plöntuleifa er að finna á Vestfjörðum. Rannsóknir á plöntusteingervingum geta varpað ljósi á þróun gróðurfars Íslands og loftslagsbreytingar í fortíð og nútíma.

 

Tegundir sem þrifust hér á landi fyrir fimmtán milljónum ára eru nú útdauðar en sambærilegar og náskyldar tegundir lifa á suðlægari breiddargráðum. Uppbygging á aðstöðu til skoðunar á plöntusteingervingum getur orðið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Skógræktarfélag Íslands er tilbúið til að styðja við verkefni af þessu tagi.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, fimmtudagur 21 gst kl: 20:55

Getur ekki verið að einhver merkasti steingervingurinn hafi fundist í Reykhólahreppi, nánar tiltekið í landi Hóla?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30