Tenglar

7. mars 2012 |

Vilja sameiningu skólanna á Reykhólum

Skólabyggingarnar á Reykhólum. Ljósmynd úr lofti: Árni Geirsson.
Skólabyggingarnar á Reykhólum. Ljósmynd úr lofti: Árni Geirsson.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps vill að grunnskólinn og leikskólinn á Reykhólum (Reykhólaskóli og Hólabær) verði sameinaðir í eina stofnun. Það fæli í sér að stöður skólastjórnenda yrðu lagðar niður og einn skólastjóri ráðinn yfir bæði skólastigin og hann réði síðan til sín undirstjórnendur. Nefndin samþykkti einróma á fundi í dag að leggja þetta til við hreppsnefnd, sem fjalla mun um málið á morgun.

 

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars:

 

„Reykhólahreppur rekur í dag tvær mjög litlar skólaeiningar og er útlit fyrir fækkun barna í nánustu framtíð. Sameining skólanna stuðlar að nánara samstarfi og markvissari stjórnun allra þeirra er að kennslu koma og er líkleg til að skila sterkari faglegri einingu og nýta um leið það fé sem lagt er í skólann á skilvirkari hátt. Ekki er gert ráð fyrir beinum sparnaði við sameiningu skólanna í upphafi þar sem ekki er gert ráð fyrir því að draga úr framlögum til skólamála.“

 

Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar er að finna í reitnum Fundargerðir hér allra neðst á síðunni. Þar eru talin upp ýmis fleiri atriði sem nefndin telur mæla með sameiningu skólanna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31