Tenglar

28. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vilja ungmenni úr Reykhólahreppi fara til Ítalíu?

Reykhólabúar hafa góða reynslu af starfi ungs fólks á vegum alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS. Hópur frá þeim var við störf á Reykhólum í tvær vikur á síðasta sumri og voru verkefnin fjölbreytt. Mannskapurinn vann við að snyrta í þorpinu, mála, taka niður girðingu, búa til skreytingar fyrir Reykhóladagana og koma þeim upp og síðan að ganga frá eftir hátíðina. Nú er leitað að áhugasömu fólki á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt í ungmennaskiptum á Langbarðalandi (Lombardia) á Norður-Ítalíu dagana 21.-29. júní.

 

„Við viljum endilega fá fleira ungt fólk af landsbyggðinni til að taka þátt í ungmennaskiptum og því var ég að velta fyrir mér hvort þið gætuð birt eftirfarandi frétt á vefsvæði Reykhólahrepps,“ segir í pósti frá Unni Silfá Eyfells, verkefnastjóra hjá SEEDS.

 

Þar segir nánar: 

  • Þema þessara ungmennaskipta er ábyrgur landbúnaður og matvælaframleiðsla með áherslu á nýsköpun og vöruþróun. Þátttakendur munu m.a. heimsækja unga bændur á svæðinu og fá tækifæri til að ræða við forsvarsmenn hagsmunasamtaka bænda. Þátttakendur munu einnig kynna þjóðlegan mat og hafa tækifæri á að kynna eigin framleiðslu eða framleiðslu frá sinni heimabyggð. 
  • Ungmennaskiptin eru styrkt af áætlun ESB sem nefnist Youth in Action og því munu þátttakendur fá allt að 70% af ferðakostnaði endurgreiddan, auk þess sem þeim verður séð fyrir fæði og húsnæði á meðan verkefninu stendur. 
  • Vinsamlegast athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur. SEEDS mun senda níu manna hóp í þetta verkefni og nú eru aðeins 3 sæti laus. Lokað verður fyrir umsóknir þegar öll sæti hafa verið fyllt af áhugasömum ungmennum og því er um að gera að senda inn umsókn sem allra fyrst. 

Allar nánari upplýsingar er að finna á ungmennaskiptasíðu SEEDS.

 

Unnur Eyfells tekur við fyrirspurnum á netfangið outgoing@seeds.is og í síma 845 0766.

 

Sjá einnig á vef Reykhólahrepps:

► 06.08.2012 SEEDS-liðarnir sungu lag Reykhóladaganna

► 12.07.2012 Hverjir vilja fá útlenda sjálfboðaliða til aðstoðar?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31