Tenglar

12. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Viljið þið fá einhverjar sérstakar bækur á safnið?

Bókasafnið á Reykhólum verður lokað yfir hátíðarnar. Síðasti dagurinn til að fá bækur fyrir jólin verður miðvikudagurinn í næstu viku, 18. desember, á milli kl. 15-16. Reynt verður að koma með einhverjar nýjar bækur inn fyrir jól. Safnið verður opnað á ný á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar, og verður þá afgreiðslutíminn eins og verið hefur. Þá verður komið mikið af nýjum bókum.

 

Ef fólk hefur óskir um að ákveðnar bækur verði keyptar á safnið, sendið þá endilega skilaboð á info@reykholar eða komið ábendingum til Indu fyrir 18. desember.

 

Bókaverðirnir Harpa og Inda óska öllum gleðilegra jóla og vonast til að sjá sem flesta á bókasafninu (og annars staðar) á nýja árinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29