Tenglar

8. febrúar 2011 |

„Viljum nýta skattpeningana fyrir íbúa svæðisins“

Gervihnattarmynd: NASA.
Gervihnattarmynd: NASA.
Forsvarsmenn vestfirskra sveitarfélaga komu saman til fundar í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík á föstudag. Á fundinum var farið yfir 20/20, sóknaráætlun Vestfjarða. Af hálfu Reykhólahrepps sat Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri fundinn. „Þetta var afskaplega fínn og fræðandi fundur, þar sem ákveðið var að blása til sóknar fyrir Vestfirði. Fyrsti vinnufundur verður haldinn innan þriggja vikna og ætlunin er að skipta verkefnum á milli sín.

Það var mikill hugur í fundarmönnum. Við viljum okkar skerf af kökunni og viljum nýta skattpeningana fyrir íbúa svæðisins. Við viljum efla ferðaþjónustu og huga að sjávartengdum afurðum, það eru tækifærin í dag. Við viljum verða sjálfbær og umhverfisvæn og gera Vestfirði að öfundsverðu svæði að búa á og auka þannig aðdráttaraflið. Við teljum, að með því að sameina krafta allra þeirra stofnana sem koma að málefnum Vestfjarða getum við lyft Grettistaki. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á skemmtilegu ferðalagi“, segir Ingibjörg Birna.

 

Auk þess sem á fundinum var rætt um brýnustu hagsmunamál sveitarfélaganna var fyrirtækið Alta með kynningu á hugmyndum sínum um svæðisgarða. Einnig flutti Þóroddur Bjarnason frá Háskólanum á Akureyri erindi um byggðaþróun og tækifæri á Vestfjörðum.

 

Segir það nokkuð um samgöngumál á Vestfjörðum, að auðveldast reyndist að ná forsvarsmönnum sveitarfélaganna saman á fund í Reykjavík. Þangað gátu allir mætt fyrir utan oddvita Árneshrepps, þar sem ófært er í hreppinn. Ef veður og færð leyfa er stefnt að næsta fundi á Hólmavík í lok þessa mánaðar.

 

Athugasemdir

Solla Magg, rijudagur 08 febrar kl: 21:22

Mikið líst mér vel á þetta.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31