Tenglar

20. júní 2010 |

Vill að einn framboðslisti verði lagður fram

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum hefur sent vefnum opið bréf þar sem hann hvetur eindregið til þess að fólkið sem hlaut kosningu til hreppsnefndar Reykhólahrepps í kosningunum sem nú hafa verið úrskurðaðar ógildar leggi fram einn lista sem verði sjálfkjörinn. Vilji kjósenda hafi í kosningunum komið fram með skýrum hætti og auk þess sparist við þetta miklir fjármunir. „Ég bið ykkur nú að sýna í verki að við höfum valið hæft fólk og leggja fram lista fyrir tilvonandi kosningar, þar sem þið eruð öll og í þeirri röð sem þið voruð kosin í“, segir Dalli í bréfi sínu.

 

Bréfið í heild er að finna hér og jafnframt undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Athugasemdir

Svanhildur Jónsdóttir, sunnudagur 20 jn kl: 13:41

Svanhildur Jónsdóttir,Magnús Arnar Jónsson og Tryggvi Gunnarsson,
Krákuvör,Flatey eru sammála .Einn lista og málið dautt,-vonandi.

Málfríður og Þráinn Hríshóli, sunnudagur 20 jn kl: 16:13

Stiðjum tillögu Dalla heilshugar, gott fólk var kosið til sveitarstjórnar í hreppnum.
Hvetjum það til að leysa málið á farsælan hátt fyrir alla.
Bestu kveðjur.
Málfríður og Þráinn Hríshóli

Hlynur Þór Magnússon, sunnudagur 20 jn kl: 18:20

Gaman væri ef það fólk sem á hlut að þessu máli - fólkið sem hlaut kosningu sem aðal- og varamenn í kosningunum sem nú hafa verið felldar úr gildi - myndi tjá sig hér um þessa hugmynd Dalla. Og auðvitað væri gaman ef miklu fleiri myndu láta hér skoðun sína í ljós.

Ingvar Samuelsson, sunnudagur 20 jn kl: 18:26

Stið tillögu Guðjóns D Gunnarssonar. Mér finnst alveg með ólikindum hvað kemur mikið af viti frá þessum manni . Þessi tillaga leisir margan vanda bæði kosnað og mart annað. Bestu hveðjur. Ingvar Samúelsson

Ásta Sjöfn, sunnudagur 20 jn kl: 20:43

Ég er tilbúinn til þess að leggja mitt að mörkum til þess að gera hugmyndina hans Dalla að veruleika. Með kveðju frá Danaveldi Ásta Sjöfn

Þórarinn Ólafsson, sunnudagur 20 jn kl: 21:56

Sæl,
Mér finnst þetta alveg bráðsnjöll tillaga. Styð hana heilshugar. Vonandi eru allir á listanum tilbúnir til þess að fara svona með málið. Sparar peninga og allar refskákir sem eru óþarfar núna.

Hanna Dalkvist, mnudagur 21 jn kl: 08:21

Þó ég hafi ekki atkvæðisrétt þá styð ég þessa tillögu heilshugar og finnst ekkert annað koma til greina sem vit er í. Notum peningana í eitthvað gáfulegra, fallegra og skemmtilegra og brosum framan í heiminn :)

Hrönn Valdimarsdóttir, mnudagur 21 jn kl: 17:42

Ég styð þessa snildar hugmynd. Og allri sem eru með kosningarrétt á Reykjabraut 7.

Björg Karlsdóttir, mnudagur 21 jn kl: 21:07

Ég vil taka undir tillögu Dalla, finnst hún bráðsnjöll. Legg til að við kaupum og setjum niður tré á Reykhólum í stað þess að eyða fé í aðrar kosningar og komum þannig í veg fyrir rok af öllu tagi. Reykhólar, unaður augans!!!???

Torfi Sigurjóns., mnudagur 21 jn kl: 23:40

Líst ekki nógu vel á þessa hugmynd, þar sem Gústi vill ekki vera á þessum lista...
annars er hún "brilljant" eins og svo margt frá Dalla

Dalli, rijudagur 22 jn kl: 09:46

Ég vil ekki trúa, að Gústi vinni ekki með því fólki, sem hann er kosinn með. Niðurstaðan ætti að verða sú sama, ef kosið yrði aftur. Hvað þá?

Hanna Dalkvist, rijudagur 22 jn kl: 14:44

Sannur leiðtogi ætti að hafa frumkvæði að því að þjappa saman hópnum frekar en að hafa frumkvæði að því að sundra honum, eyða peningum til einskins og ætla svo að fara að vinna með þeim sama hóp (líklegast) og var sundrað.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30