Tenglar

9. ágúst 2012 |

Vill koma skipulagi á refaveiðar á ný

Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
1 af 3

„Nú berast fréttir víða af landinu af gríðarlegum fjölda refa og áhyggjur af þessum vanda fara vaxandi. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna vel vandann sem við er að etja en á annarri myndinni má sjá illa dýrbitna sauðkind í Borgarfirði og á hinni má sjá ref sem er að bera 22 fuglsunga í greni. Sá losaragangur sem viðgengist hefur á stjórnun refaveiða undanfarna áratugi hefur ásamt friðun ákveðinna landsvæða leitt af sér óhóflega stækkun refastofnsins.“

 

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður NV-kjördæmis m.a. í grein undir fyrirsögninni Fjölgun refa og röng stefna ríkisstjórnarinnar.

 

Þar kemur fram, að hauststofn íslensku tófunnar fyrir tæpum þremur áratugum hafi verið talinn um eitt þúsund dýr. Árið 2007 hafi stofninn verið talinn hafa tífaldast eða vera orðinn um tíu þúsund dýr og leiða megi líkur að því að frá þeim tíma hafi hann stækkað enn með svipuðum hraða.

 

„Á þessum tíma hefur refurinn fært sig nær byggð og á síðustu árum er æ algengara að dýrbitið sauðfé finnist og fuglum hefur víða fækkað mikið. Því leggjast gríðarlegar fjárhagslegar byrðar á fámenn en landstór sveitarfélög þar sem skilningur hefur þó verið á vandamálum sem upp geta komið í náttúrunni þegar handleiðslu mannsins nýtur ekki lengur og stofnar afræningja vaxa úr hófi. Skaða á fuglalífi vegna friðunar og tilviljanakenndra veiða má vel sjá á Vestfjörðum og víðar, af þeim sökum er afar brýnt að koma skipulagi aftur á refaveiðar,“ segir Ásmundur.

 

„Í stað þess að vinna að friðun refa og skera algerlega niður fjárveitingar til refaveiða hefði verið skynsamlegra að skipuleggja þær betur og gera markvissari. Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga sem myndi breyta skipulagi refaveiða á Íslandi.“

 

Ásmundur er fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu. Þar er gert ráð fyrir að engin landsvæði verði undanskilin refaveiðum, teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa, að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna, að rannsóknir verði á hendi vísindamanna en veiðistjórnun á hendi reyndra veiðimanna, og greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verði þær sömu um land allt.

 

Grein Ásmundar Einars er í heild undir Sjónarmið / Fjölgun refa og röng stefna ríkisstjórnarinnar í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31