Tenglar

14. mars 2010 |

Villandi vegaskilti

Mynd: strandir.is.
Mynd: strandir.is.
Fyrir nokkru birti vefurinn strandir.is nokkrar myndir af villandi vegaskiltum á Ströndum, sem enn átti eftir að skipta um eftir að vegurinn um Arnkötludal opnaðist í haust. Er skemmst frá að segja að mjög snarlega var öllum þeim skiltum skipt út, að einu frátöldu sem er við Búðardal. Þar er ferðalöngum sem koma norður Vestfjarðaveg og ætla til Hólmavíkur (eða lengra norður og vestur) eindregið bent á að fara Laxárdalsheiði. Í Norðurárdal í Borgarfirði, við vegamótin inn á Vestfjarðaveg, er annað slíkt skilti. Þar er þeim sem ætla til Ísafjarðar bent eindregið á að halda áfram sem leið liggur norður í land og fara um Holtavörðuheiði.

 

Þannig segir á vefnum strandir.is. Og áfram:

 

Það er ekki allt. Auk þess bendir skiltið í Norðurárdal vegfarendum á að það eigi að beygja inn á þjóðveg nr. 61 frá hringveginum einhvers staðar framundan ætli þeir til Ísafjarðar. Þann veg er ekki lengur hægt að nálgast frá þjóðvegi nr. 1 þar sem vegurinn um Hrútafjörð fékk nýtt vegnúmer þegar nýr vegur um Arnkötludal opnaði sl. haust og er nr. 68.

 

Meira hér á Strandavefnum, bæði texti og myndir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31