Tenglar

4. október 2010 |

Villibráðarhlaðborðin í Bjarkalundi tímasett

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Nú þegar er búið að tímasetja hin árvissu og vinsælu jóla- og villibráðarhlaðborð í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit þennan veturinn, en þau verða laugardagana 13. og 20. nóvember. Dagskrá á fagnaðinum, verð og matseðill verða auglýst þegar nær dregur. Meðal dýrategunda sem undanfarin ár hafa gefið hráefni í matinn eru hreindýr, selur, gæs, lundi og hrefna. Einnig hafa verið á borðum lambalæri og nautakjöt ásamt laxi og síld og mörgu öðru. Æskilegt er að borð séu pöntuð með góðum fyrirvara.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30