Tenglar

15. nóvember 2008 |

Villibráðarveisla og skemmtun í Bjarkalundi

Ýmsir jólaboðar eru þegar farnir að láta á sér kræla. Núna í kvöld, laugardagskvöld, verður veglegt hlaðborð í Bjarkalundi, sem kennt er bæði við jól og villibráð, og svo verður einnig á laugardagskvöldið eftir viku. Meðal þeirra dýrategunda sem gefa hráefni í matinn má nefna hreindýr, sel, gæs, lunda og hrefnu. Líka verða á borðum lambalæri og nautakjöt ásamt laxi og síld og ótalmörgu öðru. Fjölbreytt skemmtiatriði verða undir stjórn Magnúsar Ólafssonar leikara við undirleik Einars Hafliðasonar. Bjössi bolla bregður á leik ásamt snemmbúnum jólasveini.

 

Hótel Bjarkalundur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30