Villisvín, sauðnaut, lamadýr og mörgæsir á Vestfirði?
Þetta kemur fram á fréttavefnum dv.is í morgun.
Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að slíkur innflutningur myndi raska lífríkinu sem fyrir er segir Eyjólfur: „Það má ekki gera neitt til þess að skemma neitt. Það yrði að vera hægt að draga þetta til baka ef í ljós kæmi að eitthvað færi öðruvísi en ætlað var. Það væri til dæmis lítið mál að kippa sauðnautunum í burtu ef þau væru til vandræða.“ Eyjólfur segir Atvest ekki hafa svarað af eða á, en hann segir svo umfangsmikinn innflutning á villtum dýrum ekki verða gerðan á einum degi, nokkur ár taki að byggja upp stofna.
Eyjólfur segir möguleikana mikla í ferðamannaþjónustunni ef þessi leið yrði farin: „Villisvínið sem lifði hér á landnámsöld er náttúrlega kafloðið og hörkuljótt en þeir sem hafa smakkað það segja það bragðgott. Það væri hægt að selja veiðileyfi á það eins og gert er í Eystrasaltslöndum. Vestfirðingar hafa haft áhyggjur af því að sauðnautið frá Grænlandi sé mannvont en mér hefur verið sagt að það ráðist aldrei á fólk nema þegar það er að atast í nýfæddum kálfum. Snæhérinn plumar sig vel í Færeyjum, það mætti flytja hann hingað til lands og selja veiðileyfi á hann. Þá gætu margar fleiri dýrategundir lifað hér. Mér hefur til að mynda verið bent á að ákveðnar tegundir mörgæsa sem lifa á Falklandseyjum gætu vel lifað hér á landi,“ segir Eyjólfur.
Og svo er alltaf hugmyndin gamla og nýja um hreindýrin að austan ...
Jón Pétursson, mnudagur 24 janar kl: 17:12
Kannski meindýraeyðirinn sjái þarna atvinnutækifæri.