Tenglar

24. janúar 2011 |

Villisvín, sauðnaut, lamadýr og mörgæsir á Vestfirði?

Villisvín: Ófrýnilegt en kjötgott.
Villisvín: Ófrýnilegt en kjötgott.
Meindýraeyðirinn og rithöfundurinn Eyjólfur Guðmundsson hefur haft samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og lagt fram nýstárlegar hugmyndir sem hann telur að muni auka ferðamannastraum til Vestfjarða til muna. Eyjólfur sem hefur áhyggjur af fólksfækkun á svæðinu vill láta flytja kuldaþolna grasbíta hingað til lands og sleppa þeim villtum á Vestfjörðum. Þannig verði hægt að skapa störf í ferðamannaþjónustu, sem aftur komi í veg fyrir fólksfækkun. Dýrin sem hann telur að gætu aukið fjölbreytileika lífríkisins á Vestfjörðum og dregið að sér ferðamenn eru meðal annars lamadýr, villisvín, fasanar, sauðnaut og snæhérar.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum dv.is í morgun.

 

Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að slíkur innflutningur myndi raska lífríkinu sem fyrir er segir Eyjólfur: „Það má ekki gera neitt til þess að skemma neitt. Það yrði að vera hægt að draga þetta til baka ef í ljós kæmi að eitthvað færi öðruvísi en ætlað var. Það væri til dæmis lítið mál að kippa sauðnautunum í burtu ef þau væru til vandræða.“ Eyjólfur segir Atvest ekki hafa svarað af eða á, en hann segir svo umfangsmikinn innflutning á villtum dýrum ekki verða gerðan á einum degi, nokkur ár taki að byggja upp stofna.

 

Eyjólfur segir möguleikana mikla í ferðamannaþjónustunni ef þessi leið yrði farin: „Villisvínið sem lifði hér á landnámsöld er náttúrlega kafloðið og hörkuljótt en þeir sem hafa smakkað það segja það bragðgott. Það væri hægt að selja veiðileyfi á það eins og gert er í Eystrasaltslöndum. Vestfirðingar hafa haft áhyggjur af því að sauðnautið frá Grænlandi sé mannvont en mér hefur verið sagt að það ráðist aldrei á fólk nema þegar það er að atast í nýfæddum kálfum. Snæhérinn plumar sig vel í Færeyjum, það mætti flytja hann hingað til lands og selja veiðileyfi á hann. Þá gætu margar fleiri dýrategundir lifað hér. Mér hefur til að mynda verið bent á að ákveðnar tegundir mörgæsa sem lifa á Falklandseyjum gætu vel lifað hér á landi,“ segir Eyjólfur.

 

Og svo er alltaf hugmyndin gamla og nýja um hreindýrin að austan ...

 

Athugasemdir

Jón Pétursson, mnudagur 24 janar kl: 17:12

Kannski meindýraeyðirinn sjái þarna atvinnutækifæri.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31