Tenglar

27. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Viltu koma listiðkun þinni á framfæri?

List á Vestfjörðum 2013. Forsíðumyndin er eftir Dagrúnu Matthíasdóttur.
List á Vestfjörðum 2013. Forsíðumyndin er eftir Dagrúnu Matthíasdóttur.

Meðal félagsmanna í Félagi vestfirskra listamanna er fólk í Reykhólahreppi en fleiri liðsmenn eru vel þegnir. Félagið gefur út ársrit með heitinu List á Vestfjörðum og núna hefur ritstjórinn sent frá sér pistilkorn varðandi næsta hefti, sem hér er birt. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi klausu: Umfjöllun í List á Vestfjörðum er góð leið til að kynna sjálfan sig og verkin sín, blaðið er með góða dreifingu og lifir lengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allt svæðið fái að njóta sín og leggjum kapp á að svo verði áfram. Til þess að fá umfjöllun í blaðið þarft þú að vera í Félagi vestfirskra listamanna.  

 

Pistilkornið í heild er á þessa leið:

 

 

Kæri vestfirski listamaður.

 

Nú er hafin vinna við List á Vestfjörðum árið 2014. Tímaritið hefur komið út frá árinu 2011 við góðar undirtektir. Blaðið hefur verið með því sniði að við vinnum út frá þema og síðan hafa listamenn fengið sínar síður til að láta ljós sitt skína. Núna vinnum við ekki með eiginlegt þema heldur ætlum við að leggja áherslu á hvað er að gerast í lista- og menningarlífi svæðisins þetta árið og einnig verður opnuviðtal.

 

Nú leita ég til ykkar, kæra listafólk, með að senda mér efni um hvað þið hafið verið að fást við í ykkar listsköpun þetta ár, sem og hvað þið hafið í pípunum fyrir okkur hin að njóta á næstu misserum. Vinsamlegast sendið texta og mynd/myndir á netfangið annska@it.is, skil eru til og með mánudegi 3. nóvember. Myndirnar þurfa að vera í prentupplausn og textinn hálf til ein síða, eitthvað til eða frá er ekki vandamál, og veiti ég glöð aðstoð við textann, óskir þú eftir því.

 

Umfjöllun í List á Vestfjörðum er góð leið til að kynna sjálfan sig og verkin sín, blaðið er með góða dreifingu og lifir lengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allt svæðið fái að njóta sín og leggjum kapp á að svo verði áfram. Til þess að fá umfjöllun í blaðið þarft þú að vera í Félagi vestfirskra listamanna, árgjald þar eru litlar 2000 krónur og getur þú sent skráningu á komedia@komedia.is.

 

Ég hlakka til að heyra frá ykkur og fylla síðurnar af glæsilegum vitnisburði um það öfluga listalíf sem þrífst á höfði drekans.

 

Bestu kveðjur.

Anna Sigríður Ólafsdóttir – ritstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31