Tenglar

21. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Vinafélag Barmahlíðar 10 ára

 Fréttabréf Vinafélags Barmahlíðar

Vinafélag Barmahlíðar á Reykhólum  hefur starfað samfellt frá 1.sept. 2007 til dagsins í dag, þannig að Vinafélagið á tíu ára afmæli á þessu ári.


Það voru velunnarar heimilisins sem stofnuðu félagið, 15 félagar undirrituðu stofnfundargerðina.


Tilgangur félagsins er að efla og auka hróður Barmahlíðar og kynna starfsemina, vinna að uppbyggingu heimilisins og bæta aðstöðu og vinna að heill og velferð heimilismanna.


Starf félagsins hefur verið misáberandi og með ýmsu móti en aldrei dottið alveg niður þó við sem erum í félaginu séum fámenn. Það má segja að árgjöldin og peningargjafir til félagsins hafi borið uppi það sem við höfum verið að gera.


Til að gefa félagsmönnum og velunnurum okkar vitneskju um hvað við höfum verið að styrkja á heimilinu undanfarin ár má telja eftirfarandi; við höfum við styrkt heimilisfólk í nokkrar ferðir með eldriborgurum, farið í kaffi í Bjarkalund, skroppið á Ólafsdalshátiðina, boðið til okkar harmonikkuleikara, keyptum ný rúmteppi, einnig myndavél, myndir í borðsal, stóla í anddyri, sjúkradýnu og margt annað, stoltust erum við af útibekkjunum 10 sem við gáfum í fyrra.


Já, við reynum að gera okkar besta þó svo alltaf megi gera betur.

Við í stjórn Vinafélags Barmahlíðar viljum þakka tryggum félagsmönnum og velunnurum heimilisins fyrir stuðning þeirra og bjóða nýja félaga velkomna.


Virðingarfyllst og bestu sumarkveðjur

Svanhildur Sigurðardóttir formaður,

Málfríður Vilbergsdóttir gjaldkeri,

Guðlaug Jónsdóttir ritari.

 

 

 


 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31