15. febrúar 2010 |
Vinafélag Grettislaugar með aðalfund og blómasölu
Aðalfundur Vinafélags Grettislaugar á Reykhólum verður haldinn í Reykhólaskóla á fimmtudagskvöldið kl. 20 og fólk eindregið hvatt til að koma. Jafnframt ætlar félagið að selja blóm fyrir konudaginn núna á sunnudag. Hugmyndin að Vinafélagi Grettislaugar kviknaði í fyrravor þegar íbúar hreppsins drifu sig í sund eftir árlega hreingerningu. Sundlaugin var hálffull af vatni og yngsta kynslóðin skemmti sér konunglega. Þá kviknuðu umræður um að gaman væri að vera með buslulaug líka. Ákveðið var að stofna félag sem hefði það markmið að safna fyrir slíkri laug.
Ýmiskonar fjáröflun hefur átt sér stað, tombóla var haldin á Reykhóladaginn, matarbingó var haldið rétt fyrir jólin, blóm seld á bóndadaginn og nú stendur til að selja blóm fyrir konudaginn sem verður núna á sunnudaginn, 21. febrúar. Einnig hefur Þörungaverksmiðjan sýnt málinu áhuga og styrkt málefnið.
Stjórn Vinafélags Grettislaugar skipa Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þór og Dísa Sverrisdóttir.
Grettislaug á Reykhólum
Dalli, rijudagur 16 febrar kl: 11:40
Konudagurinn er á sunnudaginn. Góa byrjar alltaf á sunnudegi.