Vinahlaup Strandamanna og íbúa Reykhólahrepps
Við Þröskuld taka verktakinn Ingileifur Jónsson og kona hans á móti hlaupurunum og bjóða þeim hressingu áður en hóparnir snúa aftur heim og halda hvor sína hátíðina í heimabyggð.
Reykhólahreppingar munu jafnframt færa Strandamönnum hleðslustein til að eiga hlut í framtíðarvörðu sem hlaðin verður við hátíðlega viðhöfn við Félagsheimilið á Hólmavík.
Vinakveðjunum sem skipst verður á er m.a. ætlað að minna á þá samgöngubót sem nýi vegurinn verður. Ekki síst er þeim ætlað að minna á að vegurinn mun opna fjölda tækifæra til fjölbreyttra atvinnu- og menningarsamskipta milli Strandamanna og íbúa Reykhólahrepps.
Bjarni Ólafsson, fstudagur 28 gst kl: 16:47
Þetta lýst mér vel á og vildi vera viðstaddur. Ætla mér að hjóla þessa leið við fyrsta tækifæri og vera vonandi fyrstur til þess á reiðhjóli. Langar að feta í fótspor föður míns sem ku hafa ekið fyrstur manna á Willy´s yfir Tröllatunguheiði ca. 1947.
Bjarni frá Nesi.