Tenglar

28. ágúst 2009 |

Vinahlaup Strandamanna og íbúa Reykhólahrepps

Fulltrúar Umf. Aftureldingar í Reykhólahreppi hlaupa í fyrramálið, laugardag, upp á Arnkötludal til móts við fulltrúa Héraðssambands Strandamanna. Hóparnir hittast hjá vinnubúðum vegagerðarmanna við Þröskuld og skiptast á vinakveðjum og fagna nýja veginum sem opnaður verður seinna í haust. Strandamenn ætla að koma saman við afleggjarann upp á Arnkötludal (við Hrófá) kl. 10 og fylgja fjórum vönum hlaupurum og fjölda barna í fánaprýddri fjárkerru. Af hálfu fólks í Reykhólahreppi munu fjórir krakkar hlaupa síðasta kílómetrann.

 

Við Þröskuld taka verktakinn Ingileifur Jónsson og kona hans á móti hlaupurunum og bjóða þeim hressingu áður en hóparnir snúa aftur heim og halda hvor sína hátíðina í heimabyggð.

 

Reykhólahreppingar munu jafnframt færa Strandamönnum hleðslustein til að eiga hlut í framtíðarvörðu sem hlaðin verður við hátíðlega viðhöfn við Félagsheimilið á Hólmavík.

 

Vinakveðjunum sem skipst verður á er m.a. ætlað að minna á þá samgöngubót sem nýi vegurinn verður. Ekki síst er þeim ætlað að minna á að vegurinn mun opna fjölda tækifæra til fjölbreyttra atvinnu- og menningarsamskipta milli Strandamanna og íbúa Reykhólahrepps.

 

Athugasemdir

Bjarni Ólafsson, fstudagur 28 gst kl: 16:47

Þetta lýst mér vel á og vildi vera viðstaddur. Ætla mér að hjóla þessa leið við fyrsta tækifæri og vera vonandi fyrstur til þess á reiðhjóli. Langar að feta í fótspor föður míns sem ku hafa ekið fyrstur manna á Willy´s yfir Tröllatunguheiði ca. 1947.
Bjarni frá Nesi.

Ragnhildur, sunnudagur 30 gst kl: 00:01

Það var einn sem hjólaði þessa leið Strandameginn í dag á móti Reykhólamönnum, svo þá er bara eftir leiðin sem Reykhólamenn fóru.
En þessi leið er ansi skemmtileg að fara og verður enn betri þegar vegurinn er orðinn fullgerður.
Kv.Ragnhildur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30