29. desember 2016 | Umsjón
Vindar í beinni ...
Áhugafólk um vinda skal minnt á tengilinn Vindar í beinni í dálkinum hér hægra megin á síðunni, þar sem sjá má vinda um alla jörðina á hverjum tíma. Þarna er myndin stillt þannig að Ísland er í miðjunni, en með snertingu er hægt að snúa jarðarkringlunni eftir hentugleikum og jafnframt þysja inn og út. Þegar smellt er á ákveðinn stað birtast neðst til vinstri staðsetningin og vindáttin í gráðum og síðan vindhraðinn í kílómetrum á klukkustund.
Þarna í hægri dálkinum eru fleiri matarholur fyrir áhugafólk um veður og færð á vegum (Færð og veður, Veðurstofa Íslands, Vefmyndavélar). Hins vegar kemur í ljós, að tengingin við veðurstöðina í Flatey er óvirk.