Tenglar

31. október 2019 | Sveinn Ragnarsson

Vindmælingamastur sett upp á Garpsdalsfjalli

Fyrsti hlutinn kominn upp
Fyrsti hlutinn kominn upp
1 af 5

Undanfarið hafa menn á vegum EM orku unnið við að setja up mastur á Garpsdalsfjalli, til veður- og vindmælinga. Mastrið er um 80 m. hátt, búið vindmælum og ýmsum búnaði og tekur við af SODAR tæki sem sett var upp þarna fyrir ári síðan.

 

SODAR tækið mælir vind og loftraka með því að senda bylgjur upp í loftið og lesa endurvarpið af þeim. Veðurmælingar halda áfram næsta ár, þá munu liggja fyrir niðurstöður 2 ára mælinga.

 

Veðrið tafði reyndar nokkuð uppsetningu mastursins, bæði spilltist færð upp á fjallið og einu sinni þurftu þeir frá að hverfa vegna hvassviðris, sem er kannski fyrirgefanlegt á stað þar sem meiningin er að reisa vindmyllur.

 

Myndirnar tók Ríkarður Örn Ragnarsson.

  

Athugasemdir

Gunnbjörn Óli jóhannsson, fimmtudagur 31 oktber kl: 23:20

Er það rétt sem mér sýnist á myndinni að það sé rafstöð/olía að knýja mælingarnar?
Er ekki réttara og vistvænna að nota vindorku eða sólarorku til þess?
Eða er ekki verið að mæla vind.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31