Tenglar

25. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vindorkugarður kynntur í Króksfjarðarnesi

1 af 5

Almennur kynningarfundur um vindorkugarð á fjallinu inn af Garpsdalnum var haldinn í Nesheimum í kvöld. Fundurinn var vel sóttur, fast að 50 gestir komu.

Nágrannar bæði úr Dalasýslu og af Ströndum voru duglegir að mæta.

 

Fulltrúar EM orku, Diarmuid Twomey og Ríkharður Ragnarsson lýstu verkefninu og svöruðu spurningum, einnig var fulltrúi frá verkfræðistofunni Mannvit sem er að hefja umhverfismat á fyrirhuguðu virkjunarsvæði.

 

Það sem fyrst og fremst ræður þessu staðarvali er nálægð við tengivirkið í Geiradal, og að þær veðurupplýsingar sem liggja fyrir virðast nokkuð hagstæðar. Fyrir skömmu var settur upp búnaður til veðurmælinga og verður það skráð í 2 ár.

 

Ýtarlegri frásögn og myndir verður birt hér innan skamms.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30