Tenglar

28. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vindorkuver á Þröskuldum?

Vindorkurella í Bayern. Wikipedia.
Vindorkurella í Bayern. Wikipedia.

Meðal virkjanakosta í nýrri „rammaáætlun“ Orkustofnunar er vindorkuver á Þröskuldum milli Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Frá því að vegurinn var vígður haustið 2009 hafa Þröskuldar orðið að þekktasta rokrassi á Djúpvegi 61 og oftar en ekki lokast þeir á undan veginum um Steingrímsfjarðarheiði. Í meistararitgerð Egils Skúlasonar verkfræðings, sem lesa má hér, skoðar hann möguleika á því að samkeyra vindorkuver á Þröskuldum með Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Samrekstur á vindafli og vatnsafli gæti að hans mati haft jákvæð samlegðaráhrif vegna þess að vindhraði er meiri á veturna, á þeim tíma þegar vatnsbúskapur er í lægð, og öfugt.

 

Í ritgerð Egils eru Þröskuldar valdir sem vænlegur staður fyrir vindhverfla vegna þess hversu vindasamt er þar og hversu nálægt staðurinn liggur háspennulínu. Egill stillir upp tveimur möguleikum á Þröskuldum, annars vegar 2 x 900 kW vindmyllum eins og Landsvirkjun hefur komið upp við Búrfell, og hins vegar að setja upp vindmyllugarð með 21 vindmyllum sem samtals gæfu um 19 megawött.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31