Tenglar

30. september 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vindorkuver á fjallinu inn af Garpsdalnum

Land Garpsdals er merkt með svartri línu á kortið og staðsetning vindorkugarðsins með hvítri línu.
Land Garpsdals er merkt með svartri línu á kortið og staðsetning vindorkugarðsins með hvítri línu.
1 af 2

EM Orka hf. Er íslenskt fyrirtæki sem er í eigu EMP Holdings, sem er fyrirtæki um sameiginlegt verkefni Vestas og EMPowers.

Vestas er danskt fyrirtæki, stærsti vindmylluframleiðandi í heimi. Fyrirtækið hefur 35 ára reynslu af virkjun vindorku og hefur meira en 17% af vindorkuframleiðslu á heimsvísu.

EMPower er staðsett í Írlandi, alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur þróað og sett upp 900 MW sólar og vindorkuver í Evrópu og Afríku.

  

Eigendur orkufyrirtækisins EM Orku hf. hyggjast reisa vindmyllugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Gangi áform fyrirtækisins eftir munu rísa 35 vindmyllur á 3,3 ferkílómetra svæði á Garpsdalsfjalli, í nálægt 500 metra hæð yfir sjávarmáli.

 

Áætlaður kostnaður við verkefnið er 16 milljarðar króna. Samningar hafa náðst við landeigendur, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið í samskiptum við sveitarstjórn Reykhólahrepps vegna málsins. „EM Orka leggur til að reistar verði 35 túrbínur, sem munu tróna ofan á um það bil 91,5 metra möstrum með um það bil 58,7 metra löngum spöðum, færar um að framleiða nætilega mikið af hagkvæmri umhverfisvænni orku sem mætt getur 3% af núverandi raforkuþörf Íslands.“

 

Þá verður einnig reist veðurmælingamastur, tímabundnar vinnubúðir og lagður aðkomuvegur að og inn á svæðið. Vindorkugarðurinn verður tengdur við 132 kV tengivirkið í Geiradal með rafstreng sem lagður verður í jörðu. „Fyrirhugað skipulag svæðisins mun lágmarka sjónræn áhrif og hljóðáreiti til nærliggjandi svæðis og tryggja lágmarksáreiti á nærumhverfi,“ segir á heimasíðu félagsins. „Vindauðlindin, samgöngumannvirki og nálægð við núverandi raforkuflutningsnet eru einnig heppileg á þessu svæði.“

 

Í þættinum Samfélagið á rás1, sem er í umsjá Leifs Haukssonar og Þórhildar Ólafsdóttur, var fjallað um þetta í framhaldi af grein sem birtist í Skessuhorni, 20. sept. 

Viðtal við Ríkharð Örn Ragnarsson hjá EM Orku má hlusta á hér: 

http://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617?ep=7hl52j  tíminn milli 24:20 og 41:00

 

 

  

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, sunnudagur 30 september kl: 15:46

Spennandi!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31