Tenglar

18. ágúst 2008 |

Vinna við veginn í Þorskafirði að hefjast á nýjan leik

Frá framkvæmdum í maí.
Frá framkvæmdum í maí.

Ástand vegarins í Þorskafirði stendur til bóta, eftir því sem fram kom í útvarpsfréttum í kvöld, og sagði þar að vinna við nýbyggingu og endurbyggingu vegarins muni hefjast að nýju í þessari viku. Útlögn klæðningar á að vera lokið núna um mánaðamótin. Eins og hér kom fram hefur vegurinn verið herfilegur í sumar og í raun óboðlegur enda hafa vegfarendur þurft að aka á egghvössu grjóti. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, hefur vinna við veginn í Þorskafirði legið niðri í sumar á meðan verktakinn var að störfum við vegarkafla í Kollafirði.

 

Pétur segir verkið vera innan tímamarka útboðs. Ástand vegarins í sumar megi rekja til þess að notað var sprengt grjót í undirlag og ekkert sé óeðlilegt við það. Hins vegar beri verktakanum að halda veginum í viðunandi horfi. Verktakinn er KNH ehf. á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31