Tenglar

8. júní 2011 |

Vinnudagar í Ólafsdal - gróðursett á laugardag

Frá Ólafsdalshátíð 2008.
Frá Ólafsdalshátíð 2008.
„Framundan eru vinnudagar vegna garðræktar í Ólafsdal. Búið er að tæta garðinn í tvígang, útvega lífrænt fiskimjöl frá Neskaupstað og þörungamjöl frá Reykhólum“, segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Garðurinn hefur verið undirbúinn með því að móta beð og setja á hann svartan plastdúk til varnar vexti húsapunts og arfa. Á laugardaginn, 11. júní, verður síðan sett niður í garðinn fjölbreytt flóra mat- og kryddjurta. „Gott að fá sem flesta til aðstoðar! Ef einhver ykkar komast, vinsamlegast látið mig vita í síma 693 2915. Við hefjumst handa kl. 13. Gott ef þeir sem komast tækju með sér skóflur og önnur áhöld sem henta til niðursetningar“, segir Rögnvaldur.

 
Til halds og trausts við gróðursetninguna á laugardag verða sérfræðingar að sunnan, þau Ingólfur Guðnason frá Engi í Biskupstungum, Vernharður Gunnarsson frá Gróðrarstöðinni Storð í Kópavogi og Guðrún Hallgrímsdóttir.
  

Rögnvaldur Guðmundsson segir svo frá:
 
Vinnu smiða við að ganga frá salernum og gangi er nánast lokið og búið er að setja nýjan múr þar sem ofn var í norðurstofu. Beðið er eftir tilboði frá málurum í norðurenda hússins - norðurstofu, herbergi, salerni og gang. Meiningin að koma þessum hluta aðalhæðar í endanlegt horf á næstu vikum.

 

Búið er að rífa allt innan úr eldhúsinu og undir er ágætis panell á alla vegu. Eftir þó talsvert starf við naglheinsun og þrif áður en grunnmálning getur farið fram.

 

Hjörleifur Stefánsson arkitekt leggur nú höfuðið í bleyti varðandi tilhögun á eldhúsinu og a.m.k. þarf að koma upp vaski og vaskborði ásamt einhverjum hirslum fyrir sumarið.

 

Þrif á kjallara eru að hefjast.

 

Stefnt er að því að setja afmælissýninguna upp aftur, e.t.v. með nokkrum viðbótum svo sem munum og 1-2 spjöldum í viðbót. Þá er verið að leggja drög að sýningum á efri hæð. M.a. hefur okkur boðist að setja þar upp sýningu um surtarbrandsnámuna á Tindum á Skarðsströnd sem búið er að setja fallega upp á spjöld. Einnig er stefnt að því að hafa uppi nýtt vídeó sem Dalamaðurinn og jazzistinn Tómas R. Einarsson hefur útbúið í tengslum við nýjan CD-disk sinn.

 

Fengum styrk á þessu ári í að gera tilraunir með námskeiðahald í Ólafsdal í sumar, sem verður kynnt nánar á næstunni. Þóra Sigurðardóttir listakona hefur mun hafa umsjón með þeirri vinnu.

 

Fengum einnig stuðning frá Menningarráði Vesturlands í fræðslustíg í Ólafsdal og „Sögumenn Ólafsdals". Meiningin að kynna um eins kílómetra langan fræðslustíg um helstu byggingar og minjar í Ólafsdal í sumar og um helgar verði hægt að fara hann með leiðsögn. Stígurinn verður að mestum hluta slegin slóð í túninu - með einföldum merkingum á völdum stöðum. Fengum einnig stuðning frá Ferðamálastofu til verksins. Höfum rætt við Þjóðbúningastofu um að útbúa klæði á starfsmenn okkar í sumar og mögulega á tvö börn ca. 10-12 ára einnig (klæði í anda 1900).

 

Átak er sem sagt framundan og er stefnt að því að opna húsið laugardaginn 18. júní (vera má að það frestist um viku) og opið verði fram fram til 14. ágúst.

 

Þá verður Ólafsdalsdagurinn sunnudaginn 7. ágúst: Barnaleikrit - góðir tónlistarmenn - Ólafsdalshappdrættið - fræðslugöngur - handverk - veitingar úr héraði o.fl. Svipuð uppskrift og í fyrra sem lukkaðist afar vel.

 

Hvet ykkur svo til að safna fleiri félögum en þeir eru nú um 230 talsins.

 

Hvet þá fáu sem ekki hafa greitt árgjald vegna 2010 til að borga 5000 krónur inn á reikning Ólafsdalsfélagsins svo fljótt sem verða má: Banki 0312-13-300805. Kt. 610607- 2090. Peningunum er vel varið og það munar um allt.

 

Velkomin í Ólafsdal!

 

Bestu kveðjur,

Rögnvaldur Guðmundsson,

formaður Ólafsdalsfélagsins,

s. 693 2915.

 

Sjá einnig:

07.04.2011  Játvarður Jökull Júlíusson: Kannski glórulaus ofdirfska

13.03.2011  Rögnvaldur Guðmundsson: Ólafsdalsfélagið

20.08.2008  Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

Myndasyrpa: Ólafsdalshátíð 10.08.2008

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30