5. október 2013 | vefstjori@reykholar.is
Vinnuferð í Flatey um næstu helgi
Árleg haustferð Flateyjarveitna út í eyju er fyrirhuguð um næstu helgi (föstudag til sunnudags). Unnið verður að ýmsum verkefnum er snúa að frágangi fyrir veturinn, svo sem vatnstæmingu, og endurbótum og viðbótum við kerfi vatnsveitunnar. Meðal verkefna er að setja niður brunahana við kirkjuna, taka niður dælugálga á bryggju og koma fyrir einangrun á húsgafla Tröllendatanks.
Frá þessu greinir á vef Framfarafélags Flateyjar. Þar segir einnig: Þeir sem aldrei eða sjaldan hafa mætt í vinnuferð vatnsveitunnar geta nú brett upp ermar og mætt í næstu vinnuferð Flateyjarveitna.
Nánar hér á vef Framfarafélagsins.