Tenglar

6. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vinnufundur um framtíðina: Atvinnumál og skipulag

Séð yfir svæðið neðan við Reykhóla. Ljósm. © Árni Geirsson 2010.
Séð yfir svæðið neðan við Reykhóla. Ljósm. © Árni Geirsson 2010.

Almennur íbúafundur í Reykhólahreppi verður haldinn á Reykhólum á sunnudag, 10. mars. Hér er um tvíþættan vinnufund að ræða með virkri þátttöku þeirra sem hann sækja. Viktoría Rán Ólafsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða stýrir fyrri hluta fundarins, sem er hluti af stefnumörkun í atvinnumálum í hreppnum. Seinni hlutinn verður í höndum ráðgjafastofunnar Alta og markar upphaf vinnu við skipulagningu ferðamannastaðar á Reykhólum.

 

Fundurinn verður haldinn í Reykhólaskóla eftir hádegi á sunnudag. Nánari tímasetningar verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur. Þó að öskubylur geisi þegar þetta er skrifað er eins og stendur útlit fyrir hagstætt veður á sunnudag.

 

Kvenfélagið Katla annast kaffiveitingar í hléi. Haft verður ofan af fyrir börnum og jafnvel farið í göngutúr um skipulagssvæðið í lok fundar ef veður leyfir.

 

„Reykhólahreppur hvetur íbúa til að mæta og alla þá sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Verið dugleg að láta boðið ganga,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

 

Hér fyrir neðan er greint frá tilgangi og tilhögun þessa tvíþætta íbúafundar.

 

 

1.

Stefnumörkun í atvinnumálum í Reykhólahreppi.

Hvar erum við núna?

Hvert viljum við stefna?

Hvernig komumst við þangað?

 

Markmið:

  • Að íbúar í samvinnu við sveitarfélag marki sér stefnu í atvinnumálum.
  • Sveitarfélagið vill hlúa að atvinnumálum í byggðarlaginu með því að skapa forsendur og aðstæður fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf, sem býður upp á spennandi atvinnutækifæri. Fjölbreytni í atvinnulífi hlýtur að treysta búsetu betur en einsleitni. Til að skapa aðstæður fyrir þróun og eflingu atvinnulífs þyrftu sveitarfélögin að koma að uppbyggingu stuðningsnets fyrir frumkvöðla og atvinnulíf á svæðinu, þar sem menntastofnanir og annað stoðkerfi koma að og styðja við atvinnulífið með beinum eða óbeinum hætti.
  • Með samtakamætti íbúa, fyrirtækja og sveitarfélaga er betra að vinna að uppbyggingu atvinnulífs og betri lífskjörum heldur en með stefnuleysi og óeiningu á milli aðila.

 

Vinnuferli:

  1. Greining kjarnavanda svæðisins í atvinnumálum.
  2. Mótun lausna á kjarnavanda í atvinnumálum.
  3. Meginmarkmið stefnumótunarverkefnis sett (afmörkun verkefna, leiða og ábyrgðar).
  4. Formleg opnun netkönnunar. Efnissöfnun fyrir áframhaldandi stefnumótunarvinnu.

 

 

2.

Mótun framtíðarsýnar, skipulag og hönnun sjálfbærs áfangastaðar á Reykhólum.

 

Markmið:

  • Að fá upplýsingar og hugmyndir um upplifanir á Reykhólum, hvað í þeim felst, hvernig hægt er að styrkja þær og hvers þarf að gæta til þess að þær spillist ekki.
  • Tillögur verða mótaðar um skipulag og framtíðarþróun á Reykhólum á grunni upplýsinga sem safnast á fundinum. Því er mikilvægt að fá fram hugmyndir og sjónarmið sem flestra.

 

Vinnuferli:

  • Unnið verður í litlum hópum með leiðsögn. Hópvinnan er auðveld og skemmtileg - sjónarmið allra þátttakenda komast auðveldlega að.

 

Myndina sem hér fylgir tók Árni Geirsson, verkfræðingur hjá ráðgjafastofunni Alta, sem nefnd var í upphafi. Athyglin beinist ekki síst að þessu svæði þegar skipulag og ferðaþjónusta á Reykhólum eru til umræðu. Berið myndina saman við kortið hér (smellið á hvort tveggja til að stækka).

 

Enn skal minnt á söfnun fróðleiks um svæðið kringum Reykhóla - síðasti skiladagur á morgun, 7. mars:

04.03.2013 Ítrekun á óskum um upplýsingar - og íbúafundur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30