Vinnuskóli 2019
Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2019 frá 3. júní til og með 16. ágúst, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum. Fyrri lotan verður 3. júní - 28. júní og seinni lotan 7. ágúst.-16. ágúst.
Rétt til starfa í vinnuskólanum hafa börn fædd 2003–2006, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2018-2019 og/eða með lögheimili í Reykhólahreppi.
Helstu verkefni verða sem fyrr; garðsláttur og hreinsun opinna svæða svo og lítilsháttar viðhaldsverkefni, ásamt námskeiði sem snýr að vinnumarkaðnum, samskiptaverkefnum og fegrun á umhverfi. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum verkefnum á hinum ýmsu sviðum til að kynna fyrir börnunum fjölbreytni vinnumarkaðirns.
Umsóknareyðublað er að finna á www.reykholar.is og á skrifstofu Reykhólahrepps. Hægt er að skila umsóknum á skrifstofuna eða senda á johanna@reykholaskoli.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Athugið að foreldri eða forráðamaður þarf að undirrita umsóknina. Nánari upplýsingar í síma 698-2559/430-3200.
Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum.
Launataxtar:
13 ára – fædd 2006 600.- kr.klst.
14 ára – fædd 2005 695.- kr.klst.
15 ára – fædd 2004 795.- kr.klst.
16 ára – fædd 2003 985.- kr.klst.
Vinnutími: 5 stundir á dag, kl. 9:00 – 14:00.