Tenglar

16. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Vinnuskóli Reykhólahrepps

Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2017 frá 5. júní til og með 18. ágúst, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum. Fyrri lotan verður 5. júní - 27. júní og seinni lotan 9. ágúst.-18. ágúst.

Flokksstjóri verður Bryndís Soffía.

 

Rétt til starfa í vinnuskólanum hafa börn fædd 2001–2004, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2016-2017 og/eða með lögheimili í Reykhólahreppi.

 

Helstu verkefni verða sem fyrr; garðsláttur og hreinsun opinna svæða svo og lítilsháttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Gert er ráð fyrir að 15 ára og eldri vinni við sláttuorf og erfiðari störf.

 

Umsóknareyðublað er að finna á www.reykholar.is og á skrifstofu Reykhólahrepps. Hægt er að skila umsóknum á skrifstofuna eða senda á tomstundafulltrui@reykholar.is. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Athugið að foreldri eða forráðamaður þarf að undirrita umsóknina. Nánari upplýsingar í síma 692-3885/434-7880.

 

Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum.

 

Launataxtar:

13 ára – fædd 2004    575 kr.klst.

14 ára – fædd 2003    663 kr.klst.

15 ára – fædd 2002    760 kr.klst.

16 ára – fædd 2001    919 kr.klst.

 

Vinnutími: 5 stundir á dag, kl. 8:30 – 13:30.    

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, mivikudagur 17 ma kl: 11:53

Árin eru ekki rétt. 13 ára eru fædd 2004 og svo koll af kolli :)

Svenni, mivikudagur 17 ma kl: 15:43

Takk Ásta, miðað við þetta tímatal værum við ekki fædd :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31