Tenglar

24. apríl 2020 | Sveinn Ragnarsson

Vinnuskóli Reykhólahrepps sumarið 2020

Umsóknareyðublað

Vinnuskóli 2020

Undirrituð/aður sækir hér um vinnu hjá vinnuskóla Reykhólahrepps sumarið 2020. Með umsókninni lýsi ég yfir áhuga á að taka þátt í verkefnum vinnuskólans, vinna samviskusamlega þau verk sem mér eru falin og fara eftir reglum vinnuskólans.

 

_________________________________                 

Nafn umsækjanda

 

_________________________________                                   

Kennitala

 

_________________________________

Sími umsækjanda

 

_________________________________                    

Undirskrift forráðamanns                          

 

_________________________________

Undirskrift umsækjanda


_________________________________                   

Launareikningur                                         

 

Val um starfsstöð, sjá starfslýsingar, í fyrsta val setjið þið starfsstöðina sem ykkur langar mest að vinna við o.s.frv.

      1._____________________________________________________________________________________

      2._____________________________________________________________________________________

      3._____________________________________________________________________________________

 

 

Tímabil í vinnu sem sótt er um, skrifið inn dagsetningar sem henta til vinnu:

 

Júní: ______________________________________________________________________________________

 

Júlí: _______________________________________________________________________________________

 

Ágúst: _____________________________________________________________________________________

 

 

Umsóknarfrestur er til 20. maí 2020.

 

 

 

Vinnuskóli Reykhólahrepps sumarið 2020.

 

Breyting verður á fyrirkomulagi vinnuskólans sumarið 2020. Í sumar geta þátttakendur nú valið vikur sem henta þeim frá 1. júní til 14. ágúst. Allir þátttakendur fá úthlutað 150 klukkustundum á tímabilinu sem má dreifa yfir allt sumarið ef óskað er eftir.   

 

Fjölbreytni starfa hefur verið aukin í sumar og geta umsækendur valið á milli nokkurra starfsstöðva. Þó skal hafa í huga að meiri fjölbreytni er fyrir eldri þátttakendur vinnuskóla en þá yngri.

 

Þátttakendur vinnuskólans fara á skyndihjálparnámseið í við upphaf vinnuskóla.

 

Hér eru starfslýsingar fyrir starfsstöðvar, umsækjandi setur 3 af eftirfarandi starfsstöðvum í val á umsóknareyðublaði:


 1.     Sumarstarf í sundlaug:

Störf við afgreiðslu og þrif. Nemendur vinnuskóla læra um afgreiðslustörf, jákvætt viðmót í garð viðskiptavina og að halda umhverfinu snyrtilegu, hvort sem um ræðir andyrri, sundlaugarsvæði, afgreiðslu eða baðklefum. Nemendur vinnuskóla bera ekki ábyrgð á eftirliti með laug og eru alltaf með fullorðnum einstaklingi á vakt.

Allur aldur getur sótt um þetta starf.

Þetta starf er starfrækt allt sumarið og fer vinnutími eftir vaktarplani en starfmenn geta sent inn óskir hvaða vikur sumarsins henta.

 

 2.     Sumarstarf á Báta- og hlunnindasýningunni:

Á Báta- og hlunnindasýningunni munu nemendur vinnuskóla hjálpa til við að kynna safnið og sögu Breiðafjarðar fyrir gestum. Þeir munu læra að gefa litlar skoðunarferðir um sýninguna, reka litla búð, baka eitthvað ljúffengt og öðlast færni sem tengist hönnun, markaðssetningu og varningi. Við munum gera Báta- og hlunnindasýninguna að flottum stað til að heimsækja og ýta undir að það sé skemmtilegur vinnustaður.
Meðal verkefna eru: 65% verkefna snúa að skipulagi og þrifum á safni. 25% snýr að samskiptum við íslenska og erlenda ferðamenn og að svara spurningum um safnið. 10% að skapa varning og markaðssetningu, bakstur. Jafnframt hafa starfsmenn svigrúm til að koma með eigin hugmyndir.

Miðað er við að umsækendur hafi náð 14 ára aldri.

Þetta starf er starfrækt allt sumarið og fer vinnutími eftir vaktarplani.

 

 3.     Sumarstarf á leikjanámskeiði:

 

Störf við leik og skipulagningu á leikjum á leikjanámskeiði. Nemendur vinnuskóla þurfa að nálgast börn með jákvæðu viðmóti og taka þátt í þeim leikjum og verkefnum sem starfsmenn leikjanámskeiðsins skipuleggja, en jafnframt að vera tilbúnir til að skipuleggja verkefni sjálf. Nemendur starfa með starfsmönnum leikjanámskeiðsins og bera ekki ábyrgð á þátttakendum leikjanámskeiðsins.

Þátttakendur læra um hópeflisleiki, skipulag á hópastarfi og fá handleiðslu og stuðning í að skipuleggja starf sjálf.

Allur aldur getur sótt um þetta starf. Þetta starf er bara í júní.

Vinnutími: Sumarnámskeið eru ekki í gangi alla daga vikunnar og einungis er hægt að taka við 2-3 starfsmönnum í einu. Á móti vinnur starfsmaður við sumarstarf við gróðusetningu og fegrun umhverfis.

 

4.     Sumarstarf við slátt:

 

Störf við slátt á opnum svæðum Reykhóla. Nemendur vinnuskóla sem náð hafa 15 ára aldri mega slá með slátturorfi og ef nemendur hafa náð 16 ára aldri mega þeir slá á litla sláttur traktornum.  Starfa náið með áhaldahúsi. Nemendur hljóta þjálfun á búnaði í upphafi sumars til að auka sjálfstæði í starfi og vinnubrögðum.

Miðað er við að umsækendur hafi náð 15 ára aldri.

Þetta starf er starfrækt allt sumarið og fer vinnutími eftir vaktarplani.

 

5.     Sumarstarf við áhaldahús:

 

Störf við áhaldahús snýr að almennri handlangara- og smíðavinnu, ss. uppsetning á inniveggjum, glerjun, viðgerð á gluggum og innréttingum, utanhúsklæðningar ofl. Nemendur vinnuskóla fá kennslu í almennum vinnubrögðum sem snúa að störfum áhaldahúss, þá sérstaklega þegar kemur að viðhaldi og endurbótum.

Miðað er við að umsækendur hafi náð 15 ára aldri.

Vinnutími: Starfsmenn vinna einn mánuð yfir sumarið með áhaldahúsi en vinnudagar eru frá 8-4 með klukkutíma í mat.

 

6.     Sumarstarf við gróðursetningu og fegrun umhverfis:

 

Nemandi vinnuskóla vinnur undir handleiðslu flokksstjóra. Starfið snýr að fegrum umhverfis, gróðursetningu sumarblóma, að tína rusl, raka gras, fjarlægja illgresi og önnur störf sem flokksstjóri stýrir.

Allur aldur getur sótt um þetta starf.

Þetta starf er starfrækt allt sumarið og fer vinnutími eftir vaktarplani.

 

 

 7.     Sumarstörf á bóndabæjum:

 

Hægt er að sækja um undanþágu um að vinnuskylda nemenda vinnuskóla fari fram á Reykhólum ef sérstakar aðstæður liggja fyrir, til dæmis ef um viðkvæma hópa vegna covid-19 eða ef um langa vegalengd er að fara til að geta sinnt vinnu. Nemandi vinnuskóla þarf að vinna undir fullorðnum aðila sem sendir inn markmið vinnunnar og í hverju lærdómur starfsmanns er fólginn. Yfirmaður og þátttakandi eru í reglulegu sambandi við tómstundafulltrúa. Ef sótt er um þessa vinnutilhögun þarf að setja sig í samband við tómstundafulltrúa um leið og umsókn er skilað inn.

 

Á öllum starfsstöðvum þarf að skila skriflegu eða munnlegu mati til tómstundafulltrúa eftir hverja vinnuviku. Tómstundafulltrúi eða flokksstjóri munu hafa samband við yfirmenn og nemendur vinnuskóla eða foreldri/forráðamenn alla föstudaga. Þetta er gert til að sem best sé staðið að málum sem snúa að fyrstu skrefum barna og ungmenna á vinnumarkaðnum.

 

Í lok sumars fylla allir starfsmenn út matsblað vegna sumarvinnunnar sem haft verður til hliðsjónar í skipulagningu á vinnuskóla 2021.

 

 

Launataxtar:

13 ára – fædd 2007 ----------  600.- kr.klst.

14 ára – fædd 2006 ----------  695.- kr.klst.

15 ára – fædd 2005 ----------- 795.- kr.klst.

16 ára – fædd 2004 ----------  985.- kr.klst.

17 ára – fædd 2003 ---------- 1395,- kr. klst.

 

 

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Tómstundafulltrúi.

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31