Tenglar

5. maí 2015 |

Vinnustofur um styrkumsóknir

Nú styttist í að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða renni út, en hægt er að sækja um styrki til og með mánudeginum 11. maí. Mikilvægt er að undirbúa umsóknir vel til að árangur náist. Af þessu tilefni verða nú haldnar vinnustofur um styrkumsóknir í sjóðinn á þremur stöðum á Vestfjörðum - í þróunarsetrunum á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Þar geta menn komið á ákveðnum tíma og sest niður um stund til að vinna í sínum umsóknum og fengið svör og leiðbeiningar frá starfsfólki Fjórðungssambands Vestfirðinga og AtVest.

 

Vinnustofurnar verða á þessum tímum:

 

Þróunarsetrið á Patreksfirði:

Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15.30.

 

Þróunarsetrið á Ísafirði

Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15.30.

 

Þróunarsetrið á Hólmavík

Miðvikudaginn 6. maí kl. 13-15.30

& fimmtudaginn 7. maí kl. 13-15.30.

 

Einnig er hægt að leita til starfsmanna Fjórðungssambands og AtVest eftir leiðbeiningum og aðstoð utan þessa tíma, allt þar til umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarblöð og úthlutunarreglur er að finna á www.vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur og rétt er að benda á að á umsóknarblaðinu sjálfu er að finna nokkuð ítarlegar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita.

 

Ofangreint kemur fram í tilkynningu frá Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29