Tenglar

14. mars 2010 |

Virða ber nafnahefðir sem mótast hafa um aldir

Ráðherra og vegamálastjóri opna veginn með nafninu umdeilda.
Ráðherra og vegamálastjóri opna veginn með nafninu umdeilda.
Þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi 8. mars 2007 að mæla með því að nafnið „Arnkötludalur“ yrði notað á nýjan veg sem liggja ætti um Arnkötludal og Gautsdal var nafnið „Tröllatunguvegur“ vinsælt hjá Vegagerðinni. Síðan hefur bæst við allnokkur hópur nafna, misgóðra - Tunguheiði, Djúpvegur um Þröskulda, Djúpvegur um Arnkötludal og á Reykhólavefnum sá ég nýlega nafnið „Þröskuldaleið“.

 

Þannig hefst grein sem Karl Kristjánsson á Kambi í Reykhólasveit skrifar hér á vefinn undir fyrirsögninni Vegur um Arnkötludal, sjá Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Karl gagnrýnir í grein sinni, eins og fleiri hafa gert, að hinn nýi vegur skuli kenndur við Þröskulda eins og Vegagerðin vill gera.

 

Niðurlagið í grein Karls Kristjánssonar er á þessa leið:

 

Það er bæði eðlilegt og rétt að vegurinn taki nafn af Arnkötludal, sem er mun lengri dalur en bæði Gautsdalur og Geiradalur, og meirihluti leiðarinnar liggur um Arnkötludalinn. Það má á hinn bóginn sjálfsagt færa rök fyrir því að nefna leiðina „Arnkötludalsheiði“ en það nafn er langt og óþjált í daglegri notkun og myndi vafalaust styttast fljótlega í „Arnkötludal“.

 

Ég vil hvetja Vegagerðina og alla aðra til að nota Arnkötludalsnafnið á þennan nýja veg sem tengir saman Strandir og Reykhólasveit og virða með því þær nafnahefðir sem hér hafa mótast um aldir og okkur íbúunum ber að varðveita og hafa í heiðri.

 

Sjá einnig:

15.12.2009  Líklegt að talað verði um veginn um Þröskulda

19.02.2010  Andstaða við nafngiftina Þröskuldar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31