Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði talin vel möguleg
Frá þessu var greint í Morgunblaðinu.
Búið er að kortleggja og mæla sjávarfallastrauma í innanverðum Breiðafirði. Skv. niðurstöðum verkfræðistofunnar VST er talið að heildarhreyfiorka frá botni upp í yfirborð sjávar í Breiðafirði sé um 1.000 gígavattstundir á ári og í Hvammsfjarðarröst um 800 gígavattstundir á ári. Ekki er hægt að virkja nema hluta hreyfiorkunnar. Því er talið að hámark virkjanlegs afls í Breiðafirði sé um 650 gígavattstundir á ári í fyrsta áfanga. Til samanburðar er orkugeta Sultartangastöðvar 880 gígavattstundir á ári.
Sjá einnig:
Ómar Ragnarsson: Undirgöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar?
Guðjón D. Gunnarsson: Einfalt að virkja sjávarföll í Gilsfirði
Jón Hjaltalín Magnússon: Skoðar sjávarfallavirkjun í Gilsfirði
Orkubú Vestfjarða: Rannsóknir á straumum og sjávarföllum við Flatey