Tenglar

29. september 2011 |

„Vonandi endurtekur sig ekki 50 ára gömul saga“

„Raunhæfasti kosturinn í stöðunni væri eftir allt saman að fara sér hægt, fresta ákvörðunum og fullkanna frekari möguleika á leiðum A og B. Leið A lægi þá framhjá Reykhólum, sem enn gæti aukið möguleika á uppgangi þar í þjónustu við ferðamenn og mörgu fleiru og gæti því enn frekar styrkt stoðir undir blómlega byggð þar og fjölbreytni í atvinnulífi. Frá Reykhólum lægi svo leiðin út að Stað og Árbæ og þaðan yfir Þorskafjörð yfir í Skálanes“, segir Breiðfirðingurinn og Austur-Barðstrendingurinn Sigurbrandur Jakobsson í greininni Vegagerð í Gufudalssveit á undirsíðunni Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri.

 

„Auk þessa myndi það enn frekar styrkja byggð og möguleika á frekari byggð á Reykjanesi, á Skálanesi og alveg inn í Kollafjörð, auk þeirra bæja sem enn eru í byggð í Gufudal. Það er kannski verra með Djúpadal, sem lendir eiginlega þarna á milli, en það er víst ekki allt fengið.“

 

Síðar segir:

 

„Vonandi endurtekur sig ekki 50 ára gömul saga, þegar vegur var lagður á tvo bæi á Bæjarnesi upp úr 1960. Tveim árum eftir að vegurinn kom fóru þeir í eyði. Það sem ég meina, er að ekki verði lagður vegur sem stuðlar frekar en hitt að því að byggð í einhverjum hlutum eða öllum Reykhólahreppi leggist af.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30