Tenglar

27. desember 2012 |

Vonast eftir góðum stuðningi eins og endranær

Til styrktar starfi sínu árið um kring selur Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi flugelda um hver áramót og vonast mannskapurinn núna eins og endranær eftir góðum stuðningi. Jafnframt eru Braga Jónssyni, hinum reynda skotstjóra á flugeldasýningunni um áramótin, færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf og fyrir að leggja það á sig að koma heim á Reykhóla gagngert til að sjá um sýninguna.

 

Flugeldasalan verður í húsi Heimamanna að Suðurbraut 5 á Reykhólum kl. 14-22 á sunnudag (30. desember) og kl. 13-16 á gamlársdag.

 

Þess má geta, að Björgunarsveitin Heimamenn hefur sinnt um 40 beiðnum um vegaaðstoð á árinu, þar sem ástæðurnar hafa verið allt frá bensínleysi og sprungnum dekkjum til erfiðleika í snjó og hálku, fyrir utan önnur útköll. Daginn fyrir gamlársdag verður væntanlega gerð hér á vefnum nánari grein fyrir starfi sveitarinnar á árinu sem er að kveðja.

 

Björgunarsveitin Heimamenn sendir bestu óskir um gleðileg og slysalaus áramót.

 

 

Eins og aðrar björgunarsveitir á landinu er Björgunarsveitin Heimamenn innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á vef samtakanna segir um flugeldasöluna: 

  • Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar selja flugelda undir vörumerkinu Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna. Björgunarsveitirnar eru langstærsti seljandi flugelda hér á landi. Slysavarnafélagið Landsbjörg sér um innflutninginn og heildarskipulag sölunnar. 
  • Flugeldainnflutningurinn er þjónustuverkefni fyrir björgunarsveitir samtakanna en samtökin sjálf hafa ekki tekjur af innflutningi flugelda heldur eftirláta hann allan einstökum sveitum. Flugeldasalan er mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita.
  • Fullyrða má að björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar séu eini aðilinn hér á landi sem hefur yfir að ráða þekkingu og tækjabúnaði til að framkvæma stórar flugeldasýningar, samtökin hafa kappkostað að styðja og styrkja þennan þátt sérstaklega.
  • Umsvifin í flugeldamálunum hafa aukist mikið undanfarin ár, helstu ástæður þess eru meiri sala og sífellt meiri markaðshlutdeild björgunarsveita, auk þess sem mikil eftirspurn hefur verið eftir flugeldasýningum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30