Tenglar

20. maí 2015 | vefstjori@reykholar.is

Vont í sjóinn hjá WOW-air

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum hefur löngum verið iðinn við kveðskap í tilefni frétta í fjölmiðlum. Venjulega heldur hann sig við ferskeytlur en núna brá hann út af vananum og kom með tvær limrur til birtingar.

 

Þingmaður mark sér, og miðar,

mest þó til baka og hliðar.

Fellir hann dóm

en fær ekki hljóm.

Flugdólgur sjálfhverfusiðar.

 

Vont þótti í sjóinn hjá WOW-air,

en verri þó pólitísk spá er.

Bunan var rauð

og barflugan dauð,

samt bullandi metorðaþrá er.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30