Tenglar

30. apríl 2019 | Sveinn Ragnarsson

Vorhreingerning - umhverfisdagurinn

1 af 3

Ágætu íbúar Reykhólahrepps.

 

Laugardaginn 11. maí verður farið í hreinsunarátak í sveitarfélaginu okkar. Á Reykhólum er mæting kl. 11 við Reykhólaskóla. Kl. 13 verður síðan grill í Hvanngarðabrekku (Kvennó). Vonast er eftir góðri og almennri þátttöku við að gera þéttbýlið og dreifbýlið hreinna og fegurra.

 

Allir þeir sem eiga dót og drasl á landi hreppsins eru beðnir að fjarlægja það eigi síðar en 30 maí. Annars áskilur hreppurinn sér rétt til að fjarlægja slíkt á kostnað eigenda.

 

Unnið er að því að útbúa geymslusvæði fyrir stærri hluti sem leigt verður út gegn hóflegu gjaldi.

 

Ítrekað skal að sorpsvæðið er eingöngu hugsað fyrir heimilssorp en ef einhverjir vilja losa sig við atvinnu- eða iðnaðarsorp þarf að semja um greiðslu fyrir slíka móttöku. Það á við um t.d. heyrúlluplast.

 

Gerum Reykhólahrepp að fegurra og betra samfélagi!

 

Kv. Tryggvi Harðarson

sveitarstjóri

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29