2. maí 2009 |
Vorið leikur hinn óboðlega Laxárdalsveg illa
Ekki hefur ástand vegarins um Laxárdal milli Dalabyggðar og Stranda lagast með vori og hlýnandi veðri. Á vef Vegagerðarinnar í morgun eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á þessari leið vegna vatnaskemmda. Fyrir nokkrum vikum fjallaði byggðarráð Dalabyggðar um þennan mikilvæga tengiveg og bókaði m.a.: „Vegurinn um Laxárdal er þjóðleið sem tengir Vesturland við Norðvesturland en er ekki boðlegur eins og ástand hans er í dag. [...] Færa þarf samgönguleiðir innan svæðisins frá því að vera moldarslóðar í það að geta talist boðlegar á 21. öldinni.“
Nánar:
07.04.2009 Ástand vegarins á þjóðleiðinni um Laxárdal óboðlegt