Tenglar

15. september 2016 | Umsjón

Vörumerki svæðisins og skipulagning ferðaleiða

Myndir frá fundinum: IBE.
Myndir frá fundinum: IBE.
1 af 16

Liðlega 30 manns úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð komu saman í gamla Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi í síðustu viku til að ræða þróun heimahaganna. Þetta var annar opni súpufundurinn sem haldinn er í tengslum við svæðisskipulagsvinnu sveitarfélaganna.

 

Fyrir fundarmenn voru lögð tvö verkefni; annað sneri að efniviði fyrir svæðismark (vörumerki) svæðisins og hitt fólst í skipulagningu ferðaleiða og áfangastaða. Í tengslum við fyrra verkefnið kynntu ráðgjafar frá Alta fordæmi og fyrirmyndir frá svæðum á Norðurlöndum og víðar þar sem sveitarfélög hafa tekið sig saman um að kynna sitt svæði undir einu svæðismarki, í þeim tilgangi að laða að ferðamenn, fyrirtæki og nýja íbúa. Fyrir síðara verkefnið voru kynnt erlend fordæmi um vel útfærðar ökuleiðir og gönguleiðir með áhugaverða áfangastaði.

 

Ítarlega samantekt um störf og umræður á fundinum er að finna hér á vef verkefnisins.

 

Ráðgjafar, í samvinnu við svæðisskipulagsnefnd, munu á næstu vikum vinna úr efni og hugmyndum fundarins og nýta, ásamt öðru efni, við að þróa tillögu að sóknarmarkmiðum og skipulagsstefnu. Sú vinna verður kynnt nánar þegar líður á haustið og veturinn. Ráðgjafastofan Alta annast þetta verkefni fyrir sveitarfélögin þrjú.

 

Myndirnar frá fundinum sem hér fylgja tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fleiri myndir fylgja samantektinni um fundinn sem tengt er í hér fyrir ofan.

 

Hugmyndasúpufundur um svæðisskipulag (Reykhólavefurinn 27. apríl 2016)

 

Vefur um sameiginlegt svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30