Tenglar

7. júlí 2012 |

Yfir tveir metrar á hæð og hátt í 200 kg á þyngd

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði þriðja árið í röð.
Hafþór Júlíus Björnsson sigraði þriðja árið í röð.
1 af 9

Hafþór Júlíus Björnsson sigraði í Vestfjarðavíkingnum þriðja árið í röð. Í gær var keppt í tveimur kraftagreinum í Reykhólasveit, annarri í Bjarkalundi og hinni á Reykhólum, en keppninni lauk með tveimur greinum á bæjarhátíðinni í Búðardal í dag. Hafþór sigraði í fimm greinum af átta og hlaut samtals 89 stig, í öðru sæti varð Stefán Sölvi Pétursson með 81 stig og í þriðja sæti Georg Ögmundsson með 66,5 stig. Áður en komið var í Reykhólasveitina var fyrst keppt í Stykkishólmi og síðan um borð í Baldri, á Patreksfirði og á Tálknafirði.

 

Keppendur voru tólf. Þetta var í 20. sinn sem Vestfjarðavíkingurinn er haldinn. Magnús Ver Magnússon hefur sigrað oftast eða 9 sinnum, en frá því að hann hætti keppni sjálfur fyrir um sex árum hefur hann séð um keppnishaldið. Með í för voru íþróttafréttamaðurinn góðkunni Samúel Örn Erlingsson og myndatökumaður, en þáttur um keppnina verður sýndur í Sjónvarpinu eins og venjulega.

 

Sigurvegarinn Hafþór Júlíus Björnsson má kallast jötunvaxinn, yfir tveir metrar á hæð og 193 kg á þyngd. Auk þess að hafa nú sigrað í Vestfjarðavíkingnum þriðja árið í röð vann hann líka fyrir skömmu titilinn Sterkasti maður á Íslandi þriðja árið í röð.

 

Myndirnar sem hér fylgja frá keppninni í Bjarkalundi og á Reykhólum tók Sveinn Ragnarsson. Miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31