15. september 2015 |
Yfirtaka íþróttahúsið tvisvar í viku
Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar í Karlsey ætla í vetur að yfirtaka íþróttahúsið á Reykhólum á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Ef krakkar á svæðinu hafa áhuga á því að vera með, þá eru aldursmörkin 12 ára og eldri. Það er gert af öryggisástæðum, en öryggismál eru og hafa lengi verið í forgangi hjá verksmiðjunni og starfsfólki hennar, eins og kunnugt er.
Sjá einnig:
20.11.2014 Ánægjuleg viðurkenning fyrir öryggismál
10.04.2013 Þörungaverksmiðjan: Öryggismál í fyrirrúmi
31.10.2013 Samið um velferðarþjónustu fyrir starfsmenn
08.02.2010 Þörungaverksmiðjan valin fyrirmyndarfyrirtæki VÍS