Ýmis fjarfundanámskeið í boði á Reykhólum
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík, vekur athygli á námskeiðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands, sem fáanleg verða á fjarfundum á Hólmavík og Reykhólum ef næg þátttaka verður. Yfirleitt er gerð krafa um þrjá til fjóra á hverjum stað. Skráningarfrestur á þessi námskeið rennur út tíu dögum áður en þau hefjast, sem er óvenjulangur fyrirvari. Nánari upplýsingar fást með því að smella á tenglana neðan við hvert námskeið.
Fjarfundabúnaður er í Reykhólaskóla og hefur Fræðslumiðstöðin fengið afnot af honum. Ef frekari upplýsinga er óskað en hér eru aðgengilegar má hafa samband við Kristínu Sigurrós í tölvupósti eða s. 451 0080 / gsm 867 3164.
Lausnamiðuð nálgun
Mánudaginn 5. mars og þriðjudaginn 6. mars kl. 9-11.30 og 12-14
Öflugt sjálfstraust
Þriðjudagana 6., 13. og 20. mars kl. 16.15-19.15
Val á rekstrarformi fyrir atvinnustarfsemi
Miðvikudaginn 7. mars kl. 9-12
Sálgæsla og áfallahjálp - samfylgd í kjölfar áfalla
Miðvikudagana 14., 21. og 28. mars kl. 16.15-19.15
Stjórnun breytinga - hlutverk stjórnenda og þáttur starfsmanna
Miðvikudagana 14., 21. og 28. mars kl. 8.30-11.30
Vinnugleði - mín vinna, mitt viðhorf
Föstudaginn 30. mars kl. 8.30-12.30
Minnt skal á að athuga hvort fræðslusjóðir verkalýðsfélaga taka þátt í kostnaðinum.