Tenglar

27. júlí 2011 |

Ýmsar ábendingar varðandi Reykhóladagana 2011

Dúóið vinsæla Þórunn og Halli frá Ísafirði spilar og syngur fyrir dansi.
Dúóið vinsæla Þórunn og Halli frá Ísafirði spilar og syngur fyrir dansi.

Dagskrá Reykhóladaganna 4.-7. ágúst er fullmótuð og má finna hana í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri. Ýmis gagnleg atriði til viðbótar varðandi þessa afar fjölbreyttu héraðshátíð eru tilfærð hér að neðan og fólk beðið að kynna sér þau, svo sem um skráningar, efni til litskreytinga eins og í fyrra og varðandi súpu í heimahúsum. Ekki síst er fólk hvatt til að hugsa fyrir því í tíma að smíða kassabíla með krökkunum og hafa með sér rollu í Hvanngarðabrekkuna á Reykhólum.

 

Síðasti dagur til að skrá sig í spurningakeppnina er föstudagurinn 29. júlí þar sem spyrill og dómari þurfa svigrúm til undirbúnings. Skráning hjá Hörpu í síma 894 1011. Nánar í dagskránni.

 

Skreytingarefni er komið í hús og hægt að kaupa blöðrur og borða hjá Hörpu á Báta- og hlunnindasýningunni. Litaþemun í ár eru þau sömu og í fyrra, þ.e. appelsínugult, rautt og fjólublátt. Endilega kíkið við og kaupið skreytingarnar sem fyrst svo að hægt sé að panta meira ef þess þarf. Blöðrur kosta 40 kr. stykkið. Borðar kosta 25 kr. metrinn og hægt að fá hvaða lengd sem hentar.

 

Skráning í söngkeppnina er opin og mælt með því að krakkar skrái sig sem fyrst þar sem spilað verður undir á gítar. Hrefna Jónsdóttir annast undirleikinn og til að krakkar geti fengið að æfa sig með henni þarf hún að vita það með fyrirvara.

 

Foreldrar eru hvattir til að aðstoða krakkana við að smíða bílana fyrir kassabílakeppnina. Keppnin fer fram á beinni braut og foreldrar þurfa að aðstoða við að ýta enda er þetta fjölskyldukeppni.

 

Opið er fyrir skráningu í siglinguna út í Flatey á laugardeginum. Sætafjöldi er takmarkaður svo að fólk er beðið að skrá sig sem fyrst í síma 894 1011. Verðskráin er í dagskránni.

 

Þeir sveitungar sem vilja bjóða heim í súpu eða annað góðgæti á föstudegi og laugardegi kl. 12-13 hafi samband við Hörpu í síma 894 1011. Ekki þarf að vera með eitthvað báða dagana heldur er hægt að velja annan daginn. Báta- og hlunnindasýningin og SjávarSmiðjan verða með smakk báða dagana.

 

Skráning á kvöldskemmtunina á laugardagskvöldinu (hlaðborð, veislustjórn, skemmtiatriði og ball) er í síma 894 1011. Sætafjöldi er takmarkaður og fólk beðið að skrá sig sem fyrst. 16 ára aldurstakmark.

 

Skoðið dagskrána í heild hérna eða í reitnum Tilkynningar neðst til hægri.

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 27 jl kl: 23:51

Koma svo með lið í spurningakeppnina, það þarf alltaf að hringja og reka á eftir hópum í þetta hahahaha, koma svo Barmahlíð, Thorverk, vinafélögin, Reykhólaskóli, og fl. flottir hópar. Það verður svo gaman hjá okkur;-)

Hugrún Einarsdóttir, fimmtudagur 28 jl kl: 10:12

Hefur eitthvað verið hugsað um að það er í raun ekkert í boði fyrir aldurinn 12-16 ára fyrst það er búið að hækka aldurstakmarkið í matinn? Þarf ekki að bæta eitthvað úr því? Ég á allavega dóttir sem er ekki ánægð með dagskrána. Annars líst mér bara vel á þetta og mæti með góða skapið ;)

Harpa Eiríksdóttir, fimmtudagur 28 jl kl: 10:43

þessu aldri er í boði að taka þátt í söngkeppninni, kassabílakeppni. Velkomin á Barðstendingabíóið og spurningakeppnina. það eina sem var breytt fyrir þennan hóp var kvöldskemmtunin á laugardagskvöldinu. Og síðan er pulsupartí með Erni Árnasyni. En við erum auðvitað tilbúnar að fá hugmyndir frá þessum aldurshópi hvað þau myndu vilja hafa

lala, fimmtudagur 28 jl kl: 12:50

en hvernæig eiga krakkar sem að eru 12 - 16 ára gamlir að hafa gaman af skemmtun sem örn árnasson er með sem á líka að vera skemmtilegt fyrir krakka sem eru 0- 12 ára.

Herdís Erna, fimmtudagur 28 jl kl: 13:34

en er ekki nóg í boði fyrir þessi börn allavega hér á veturnar er þessi aldurhópur með diskó opið hús og fara í aðrar sveitir á böll síðan eru íþróttmót á sumrinn , unglingalandsmót núna um helgi fyrir þennan hóp ,

Harpa Eiríksdóttir, fimmtudagur 28 jl kl: 14:27

endilega koma með hugmyndir hvað þessi aldurshópur hefur áhuga á og við munum gera allt sem við getum til að verða við óskir þeirra. en við því miður getum ekki gert neitt ef fólk kemur ekki með hugmyndirnar.

Björk Stefánsdóttir, fimmtudagur 28 jl kl: 14:53

Auðvitað eiga að koma hugmyndir frá fólki, það var reynt að hafa íbúafund um þetta, en það voru ekki margir sem komu, þetta er auglýst rosalega vel, og alltaf verið að bjóða fólki að koma með hugmyndir. Það voru margir sem voru ekki sáttir við að hafa allan aldurshóp á laugardagskvöldinu og þá verður að setja aldurst. I fyrra skemmtu allir sér vel á furðuleikunum held ég, ungir og gamlir;-)

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, fimmtudagur 28 jl kl: 15:27

Áður hefur fólk verið hvatt til að láta í ljós álit sitt á málum hér í athugasemdunum. Dagskrá Reykhóladaganna snertir mjög marga og hún er tilvalin fyrir umræður og ábendingar. Minnt skal á, að fyrstu árin var Reykhóladagurinn bara einn. Það var fyrst á síðasta ári sem Reykhóladagarnir urðu fleiri, en þá byrjaði dagskráin á föstudagskvöldi.

Núna er dagskráin ennþá viðameiri og spannar enn lengri tíma. Róm var ekki byggð á einum degi. Hópurinn ágæti sem skipuleggur dagskrána er að feta nýjar brautir. Þess vegna eru tillögur um dagskráratriði vel þegnar, eins og Harpa og Björk nefna hér í athugasemdunum, þ.e. áþreifanlegar tillögur, ef svo má segja, en ekki bara ábendingar um að „eitthvað“ vanti, þó að alls ekki sé verið að vanþakka þær.

Annað sem áður hefur verið nefnt: Helst ekki skrifa undir dulnefni. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að setja fram kurteislegar aðfinnslur, umkvartanir eða ábendingar undir réttu nafni!

Líka væri gaman að fá línukorn frá þeim sem líst bara nokkuð vel á dagskrána. Koma svo!

Sig. Torfi, fimmtudagur 28 jl kl: 16:46

Heyr heyr, hjartanlega sammála síðasta ræðumanni, flott dagskrá, gott skap og vonandi gott veður;-)

Svavar Stefánsson, fstudagur 29 jl kl: 17:35

Flott dagskrá fyrir utan það að brott fluttum Reykhólabúm með börn er ekki gert kleift að koma í matinn vegna 16 ára aldurstakmarks.

Bk Svavar Stefánsson

Þóra Sigurðardóttir, fstudagur 29 jl kl: 18:37

Munið Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal á Reykhóladögunum !
laugardaginn 6. ágúst verður smakkað á og fjallað um villtar jurtir, grænmeti og kryddjurtir úr grænmetisgarðinum - Kolbrún Björnsdóttir www.jurtaapotek.is miðlar af þekkingu sinni um það - ásamt Dominique Pledel frá Slowfood Iceland www.slowfood.is sem segir frá hugmyndinni um "hægan mat" í stað skynibita - og Sigríður Jörundsdóttir www.olafsdalur.is segir frá grænmetisræktinni í Ólafsdal á tímum landbúnaðarskólans - síðast en ekki síst verður Elsa Dóróthea Gísladóttir með skemmtileg og áhugaverð verkefni um mat og jurtir fyrir börn á öllum aldri. Njótum laugardagsins á Reykhólum og í Ólafsdal :-) Sjá nánar www.olafsdalur.is

Herdís Erna, fstudagur 29 jl kl: 18:47

en að taka með sér barnapíu hvað gerum við sem förum suður að skemmta sér maður redda sér barnapíu

Magnús Þorgeirsson, laugardagur 30 jl kl: 17:34

Sæl hér. Mig langar að benda á að það búa um 200 þ manns í rvk og miklar lýkur að maður finni eitthvern til að hafa auga með ungunum sínum en á reykhólum sem búa 150 manns og 90 % af þeim hlýtur að fara á mat og kvöld skemtunina.

með bestu kveðju Magnús Þorgeirsson sem er brottfluttur reykhólabúi.

Herdís, sunnudagur 31 jl kl: 02:31

Taka með sé barnapíuna að sunnan hahahah

Sig.Torfi, mnudagur 01 gst kl: 02:19

á þorrablót mæta heimamenn jafnt og burtfluttir og er venjan að þau séu barnlaus, (ennþá allavega) ekki er þetta vandamál þá!!! í fyrra var reint að gera barnaskemmtun úr kvöldinu og mistókst það algerlega, og margar kvartanir bárust svo nú á að fara þessa leið en aðvitað er ekki hægt að gera öllum til hæfis, og verður sennilega aldrei hægt.

Sólveig og Simmi, rijudagur 02 gst kl: 21:13

Okkur finnst ekki hægt að bera Reykhóladagana saman við þorrablót, þar sem þorrablótið er aðeins 1 kvöldstund en Reykhóladagar auglýstir sem fjölskylduhelgi/bæjarhátíð. Við hefðum haldið að það væri hægt að koma til móts við sem flesta ef börnin fengju að vera á matnum en yrðu fara heim fyrir skemmtiatriðin. Dagskráin er að öllu öðru leiti frábær og við hlökkum til helgarinnar.

Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 02 gst kl: 23:25

íbúafundurinn sem haldin var fyrr í sumar var auglýstur og einnig fólk beðið að koma með ábendingar fyrir hann, þessi fundur var auglýstur á netinu og með dreifimiða. Það var gerð atkvæðisgreiðsla um hvort ætti að hafa aldurstakmark á kvöldskemmtunum og var 90% með því að hafa aldurstakmark. Til að þessi hátíð virki þá þurfa íbúar og brottfluttir að taka virkan þátt í skipurlagningu en ekki að kvarta undan því að einhverju sé breytt. ábendingar eru vel þegnar og munum vinna úr þeim fyrir næsta ár.
vona að allir finni eitthvað fyrir sig á hátíðinni og hvet alla að verða virkir þegar við byrjum að skipurleggja Reykhóladaga 2012

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 03 gst kl: 00:26

Það hlítur að verða fjölmenni á næsta íbúafund fyrir næstu Reykhóladaga;-) En góða skemmtun um helgina;-)

Torfi, mivikudagur 03 gst kl: 00:54

Nei, aðvitað er ekki hægt að bera saman þorrablót og Reykhóladaga, það er alveg rétt. En eins og Harpa segir það var kosið um þetta... Ég vona samt allir skemti sér vel...

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30