Tenglar

10. desember 2016 | Umsjón

Ýmsar framkvæmdir á döfinni á komandi ári

Verslunarhúsið eftir stækkun. Tölvuteikning: Jón Steinar Ragnarsson.
Verslunarhúsið eftir stækkun. Tölvuteikning: Jón Steinar Ragnarsson.

Í framkvæmdaáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár er stækkun verslunarhússins að Hellisbraut 72 á Reykhólum stærsta einstaka verkið. Húsið er í eigu sveitarfélagsins en verslunin hefur það á leigu.

 

Af öðrum framkvæmdum á árinu 2017 má nefna, að haldið verður áfram vinnu við lóðir Reykhólaskóla, íþróttahússins og Barmahlíðar. Áætluð er vinna við undirbúning ljósleiðara. Keyptar verða glennur og klippur fyrir Slökkvilið Reykhólahrepps og ráðgert að koma upp skýli fyrir tæki þess í Flatey. Áfram verður unnið að öryggimálum við Reykhólahöfn. Sett verður upp reykskýli við Barmahlíð. Áformað er að bora prufuholu eftir köldu vatni fyrir Reykhólaþorp.

 

Á myndunum eru tölvuteikningar af verslunarhúsinu að Hellisbraut 72 eftir stækkun. Um er að ræða lága viðbyggingu að austanverðu og veitingapall þar meðfram.

 

Fjárhagsáætlun 2017: Gert ráð fyrir rekstrarhagnaði áfram

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31