Tenglar

15. maí 2016 |

Ýmsar umhverfisbætur við Barmahlíð á döfinni

Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.

Farið var yfir tillögur að göngustígum og umhverfisbótum við Dvalarheimilið Barmahlíð á síðasta fundi skipulagsnefndar Reykhólahrepps. Vegna ríkjandi vindáttar gerði nefndin athugasemdir við staðsetningu gróðurhúss. Einnig taldi hún að rétt gæti verið að búa til skjól fyrir vindi við suðausturhorn hússins. Auk þess var eftirfarandi bókað:

 

Þá hefur ekki verið gert ráð fyrir reykingaaðstöðu utandyra. Þá hefur nefndin áhyggjur af halla þar sem stígur er á milli Barmahlíðar og Heilsugæslu. Þá vill nefndin sjá skjólbelti með göngustíg sem fer með Hellisbrautinni. Nefndin samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð.

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar var síðan samþykkt á fundi sveitarstjórnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30