Tenglar

29. nóvember 2015 |

Ýmsir kostir við heilbrigðisþjónustu úr fjarlægð

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu og aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að auka getuna til þess að bjóða landsmönnum, óháð búsetu, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Hópurinn er skipaður í samræmi við ályktun þess efnis sem samþykkt var á Alþingi í sumar.

 

Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins. Þar segir einnig:

 

Eins og fram kemur í greinargerð með ályktunartillögunni felur fjarheilbrigðisþjónusta í sér ýmsa þjónustu sem veitt er með fjarskiptum og rafrænum hætti. Slík þjónusta hefur verið þróuð víða um heim á síðustu áratugum og hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn snýr bæði að lífsgæðum og heilsu þeirra sem njóta þjónustunnar, þekkingu og færni heilbrigðisstarfsfólks og lækkun kostnaðar við heilbrigðisþjónustu.

 

Í greinargerðinni segir einnig að ætla megi að ávinningur af öflugri fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi verði umtalsverður. Þannig megi mæta betur þörfum fólks, bæta aðgengi landsmanna að öruggri heilbrigðisþjónustu og bregðast við manneklu, sérstaklega á stöðum þar sem starfsmannaskipti eru tíð.

 

„Fjarheilbrigðisþjónusta dregur úr kostnaði vegna ferða notenda sem og heilbrigðisstarfsfólks. Þá styrkir hún nákvæma skráningu heilbrigðisupplýsinga. Fjarheilbrigðisþjónusta er mjög ákjósanlegur kostur til að efla heilbrigðisþjónustu hér á landi og er einnig árangursrík leið til að efla lýðheilsu,“ segir m.a. í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31