Tenglar

25. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Yngsti Reykhólabúinn og margvísleg ættatengsl

Bryndís Marí með litla bróður sínum.
Bryndís Marí með litla bróður sínum.
1 af 2

Litli Reykhóladrengurinn á myndunum sem hér fylgja kom í heiminn 15. maí, en foreldrar hans eru Íris Ósk Sigþórsdóttir, ættuð m.a. frá Hafrafelli, og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit. Hann mun vera nítjánda barnabarn Margrétar H. Brynjólfsdóttur í Borg og óhætt að segja að þar fylgi mikið barnalán. Í janúar eignaðist Brynjólfur Víðir bróðir Ólafs Einis dóttur sem hlotið hefur nafnið Rakel Rós, en miðbróðirinn Baldvin Reyr, sem búsettur er á Hólmavík, eignaðist í desember dóttur sem hlotið hefur nafnið Hafrún Magnea.

 

Fyrir eiga Íris og Ólafur dótturina Bryndísi Marí, sem er komin allvel á fjórða ár (fædd 20. janúar 2010).

 

En ekki er komið hér nærri nóg af ættfræðinni. Eins og fram kom hérna á vefnum í gær, þegar sagt var frá öðrum reykhólskum dreng sem fæddist tólf dögum fyrr (syni Sólveigar Guðmundsdóttur og Sigmundar Magnússonar), eru þessir drengir frændur af ætt Hafrafellsfólks. Þeim sem kunnugir eru í héraðinu þarf auðvitað ekki að segja frá því, að Hafrafell og Borg eru grannbæir á einhverjum fegursta stað í Reykhólasveit og þar með á öllu landinu.

 

Skyldleika drengjanna litlu er á þennan veg háttað: Afi Sólveigar Guðmundsdóttur, Sigvaldi Guðmundsson bóndi á Hafrafelli, sem núna er búsettur í Barmahlíð á Reykhólum ásamt Ölmu eiginkonu sinni, og afi Írisar Óskar, Guðjón Guðmundsson (1926-2006) frá Hafrafelli, voru bræður.

 

Og ekki nóg með það. Hér á vefnum var greint frá dóttur sem Ólafía Sigurvinsdóttir og Eyvindur Svanur Magnússon á Reykhólum eignuðust í febrúar og hlotið hefur nafnið Hugrún Birta. Þau Ólafía og Ólafur Einir, faðir drengsins sem hér er sagt frá, eru bræðrabörn. Faðir Ólafs Einis var Smári Hlíðar Baldvinsson í Borg (1950-2006) en faðir Ólafíu var Sigurvin Helgi Baldvinsson á Gilsfjarðarbrekku (1953-1984). Þar með eru litlu dæturnar þeirra Brynjólfs Víðis frá Borg og Ólafíu auðvitað frænkur líka.

 

Hver veit nema oddviti Reykhólahrepps þurfi að bregða prjónunum í kalt vatn til kælingar öðru hverju.

 

24.05.2013 Ramm-reykhólskur drengur flýtti sér í heiminn

24.02.2013 Fjölskyldan stækkar hjá Ólafíu og Eyva

03.02.2013 Nóg að gera í prjónaskapnum hjá oddvitanum

12.12.1012 Fjölgar í hreppnum: Oddvitinn stendur sína plikt

________________________________

 

Umsjónarmaður þessa vefjar leyfir sér að geta þess hér neðanmáls, að honum finnst svo gaman að ganga frá fréttum af þessu tagi að hann vonast til að lesendur deili sem allra mest!

 

Athugasemdir

Guðmundur S. Ingimarsson, sunnudagur 26 ma kl: 13:01

"...Hafrafell og Borg eru grannbæir á einhverjum fegursta stað í Reykhólasveit og þar með á öllu landinu." Allgott :)

Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir, rijudagur 09 jl kl: 08:56

Guðjón Guðmundsson lést 1996 ekki 2006.

Íris, rijudagur 09 jl kl: 12:20

Ég hef sennilega slegið þetta vitlaust inn í upphafi Stella mín en gott að þú sást það og gast leiðrétt þetta :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31