Tenglar

25. apríl 2016 |

Ys og þys út af engu

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Öll áform eru óbreytt. Dýrafjarðargöngin verða boðin út í haust, vinna við þau hefst næsta ár og fullbúin verða þau árið 2020. Gert er ráð fyrir fjármögnun vegna verksins í nýrri ríkisfjármálaáætlun sem lögð verður fram á næstu dögum. Umræða helgarinnar er því eins og allir geta nú séð, ys og þys út af engu.

 

Þannig eru lokaorð Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis og þingmanns Norðvesturkjördæmis, í grein sem hann sendi vefnum til birtingar. Þar segir hann einnig meðal annars:

 

Augljóst er að þingleg meðferð samgönguáætlunar þarf ekki að vera löng að þessu sinni. Mjög hefur verið kallað eftir afgreiðslu hennar, jafnt af stjórn og stjórnarandstöðu. Áætlunin var lögð fram á fyrra þingi, afgreidd úr nefnd, en málið kom ekki til lokameðferðar. Efnisleg vinna að áætluninni hefur því þegar farið fram og engin ástæða til annars en að þessu sinni geti málið gengið hratt og vel fyrir sig.

 

Því má svo bæta við, að í hinni nýju samgönguáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á endurgerð Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði strax á næsta ári og ljóst að sú vinna verður unnin samhliða gerð Dýrafjarðarganga.

 

___________________

 

Grein Einars í heild má sækja hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin undir fyrirsögninni Engin óvissa um Dýrafjarðargöng.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31