... og karlinn vann útivinnuna sem talin var vera vinna
Staða kvenna í sauðfjárrækt er mjög bág, að mati Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Þær eru sjaldan skráðar fyrir búum, vinna þeirra mikil en oftast ólaunuð og ósýnileg í opinberum gögnum. Þá afli karlarnir sér meiri lífeyrisréttinda og styrkja, svo fátt eitt sé nefnt. Þess vegna hafi þær ekki sama aðgang að lánsfé og karlarnir, svo dæmi sé tekið. Konur eru einungis skráðar fyrir fjórðungi býla í landinu og karlar eru 83% handhafa beingreiðslna í sauðfjárrækt.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem Landssamtök sauðfjárbænda létu gera.
Kristín Ingibjörg Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, segir að sennilegast sé um að ræða leifar af gamla kerfinu þar sem konan vann heimilisstörfin, sem ekki voru skráð sem vinna, og karlinn vann útivinnuna sem talin var vera vinna. Kerfið hafi ekki fylgt þróuninni.
Sjá einnig hér, og hafa hljóðið á.