... svever muntert liten flue inn
Velunnari vefjarins benti umsjónarmanni á meðfylgjandi mynd á Facebook-síðunni Svipmyndir úr fortíðinni. Litla flugan er óneitanlega nátengd Reykhólum, því að þar var Sigfús Halldórsson tónskáld þegar hann samdi lagið á nokkrum mínútum við ljóð Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra á Reykhólum. Með myndinni á téðri síðu fylgir eftirfarandi texti (ásamt fyrsta erindinu á norsku):
Hver man ekki eftir Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar sem kom fyrst út á 78 snúninga plötu árið 1952. Hér er forsíða af norsku nótnahefti með laginu - Historien om den lille fluen. Fyrsta erindið hljómar svona á norsku:
Ser du hvor de lette sommerskyer,
svever muntert over himlen hen.
I en evig dans de seg fornyer,
kommer stadig om og om igjen.
Inn og ut i lek rundt sommerhuset,
svever muntert liten flue inn.
Av et syn den lar seg lett beruse:
En pige hviler søtt på puten sin.
Norskur texti: Peter Coob.
Sjá nánar:
Jóladagur 2012 Dægurlagið hraðfleyga sem fæddist á Reykhólum