iPad mini í vinning hjá Atvinnuþróunarfélaginu
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (AtVest) hefur efnt til happdrættis meðal fólks sem búsett er á Vestfjarðakjálkanum, þar sem vinningurinn er iPad mini. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig ásamt nafni og sveitarfélagi. Netföngin verða notuð til að senda út íbúakannanir meðal fólks á Vestfjörðum. Hægt er að afskrá sig hvenær sem er. Dregið verður úr innsendum netföngum 29. júlí.
Hér efst á vefnum birtist borði frá AtVest til skiptis við fleiri auglýsingaborða (birtist handahófskennt - ef hann kemur ekki í fyrstu atrennu, þá mjög fljótlega þegar vefsíðan er endurræst). Smellið á hann og þá koma upp allar upplýsingar sem máli skipta.
Athugið, að fólk getur ekki tekið þátt í þessum íbúakönnunum nema það hafi náð 18 ára aldri og sé búsett á Vestfjarðakjálkanum (þar á meðal í Reykhólahreppi, að sjálfsögðu).
Við framkvæmd þessara kannana er farið að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 77/2000) og tryggt að ekki verði á nokkurn hátt unnt að rekja niðurstöður til einstakra þátttakenda.
► iPad mini, nánari upplýsingar um tækið (íslenska)
► Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða