Á planinu við Stöðina. Myndin er tekin ca. 1950-51. Systir mín Nína Björk er til vinstri. Sú minnsta er Edda systir mín. Mig minnir að strákurinn lengst til hægri hafi verið frá Litlu-Grund. Jeppinn var algengt farartæki á þessum árum og jafnvel síðar.
Örn Elíasson og Helgi Jensson ca. 1959 við Hellishóla.
Ásgeir Ásgeirsson forseti heimsækir Reykhóla. Lengst til vinstri er Ari Kristinsson sýslumaður, síðan Sigurður Elíasson og fyrir framan hann Nína Björk. Fyrir framan Ásgeir eru Edda og frænka okkar Eygló Guðmundsdóttir. Fyrir aftan Ásgeir standa Dóra Þórhallsdóttir eiginkona hans og Anna Ólöf Elíasson (í ljósum kjól). Nöfn annarra man ég ekki.
Fjárhúsin á Stöðinni ca. 1958.
Helgi Jensson fyrir neðan gamla skólann ca. 1961. Við vorum bestu vinir á þessum árum.
Páll Hersteinsson veður í land úr hólmanum í Langavatni. Hann var í sveit hjá okkur eitt sumarið. Páll varð seinna veiðistjóri og prófessor.
Reykhólar. Ég sé ekki Braggann í Stöðinni, þannig að þetta hlýtur að hafa verið 1948-49.
Reykhólar ca. 1950.
Séð suður yfir Breiðafjörð, tekið ofan úr fjalli. Stöðin og Bragginn sjást. Líklega um 1949-50.
Sigurður Elíasson tilraunastjóri við Landróverinn.
Sigurður vökvar vermireit. Hann var mikill áhugamaður um garðyrkju og notaði jarðvarmann við Stöðina til að rækta ýmiss konar grænmeti.
Stöðin rétt fyrir eða um 1950.
Stöðin 1948-50, séð frá Langavatni, sýnist mér.
Stöðin ca. 1949-50.
Stöðin ca. 1949-50.
Litla húsið bak við Stöðina. Þarna var leiksvæði fyrir okkur krakkana. Búið er að jafna þetta við jörðu.
Leiksýning í Bragganum ca. 1949 eða áður en ég fæddist. Heyrði foreldra mína segja frá þessu. Þekki þarna engan.
Lóa, Óli og Dísa í Börmum seinni partinn á sjötta áratugnum.
Arnarungi á Breiðafirði 1963. Mig minnir að hreiðrið hafi verið í hólma sem var kallaður Oddi, aðeins austan við Akurey ef ég man rétt. Þetta var stutt heimsókn þar sem við vildum láta ungann í friði.
Örn Elíasson fyrir framan Stöðina 1952 eða 1953.
Örn við Stöðina með gæsarunga ca. 1960.
Heyskapur á engjum við Stöðina 1958. Frá vinstri: Systkinin Nína, Örn og Edda (öll Elíasson) og frænka okkar Eygló Guðmundsdóttir, sem var í sveit hjá okkur þetta sumar. Myndina tók Reykvíkingur einhver (greinilega með almennilegar græjur). Það var gott að alast upp á Reykhólum.
Langavatn, Örn vitjar um net, engin veiði. Í bakgrunninum má sjá Reykhóla. Myndina tók Þorgeir Samúelsson.
Við Langavatn. Þorgeir Samúelsson tíu ára gamall.
Leikið sér með skeljar við Stöðina ca. 1957. Frá vinstri: Ónefndur, Helgi Jensson, Ebenezer Jensson, Örn Elíasson, Edda Elíasson, ónefndur.
Örn í sólbaði fyrir ofan Grund.
Stöðin og nágrenni sumarið 2012.
Litla flugan, ljóðabók Sigurðar Elíassonar.
Ljóðið fræga Litla flugan.
Örn Elíasson í garðinum bak við húsið með gítar sem hann og Paul Eric sonur hans smíðuðu - það er Eysteini Gíslasyni að kenna!
Aldamótamynd af fjölskyldunni þar sem við vorum líklega að borða krabbakökur, sem eru hátíðamatur í Baltimore.
Örn Elíasson læknir frá Reykhólum.
Reykhólavefnum hafa borist ómetanlegar Reykhólamyndir frá fyrri tíð, teknar á árabilinu frá því laust fyrir 1950 og fram yfir 1960. Myndirnar sendi Örn Elíasson, læknir í Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum (f. 1951). Þeim fylgdi örstuttur og mjög hógvær texti: „Ég heiti Örn Elíasson, fæddur og uppalinn á Reykhólum til 11 ára aldurs. Foreldrar mínir voru Sigurður Elíasson og Anna Ólöf Elíasson (fædd Guðnason). Ég sendi hér með nokkrar myndir sem ég átti í gömlu albúmi og svo nokkrar sem ég fann ofan í skúffu að foreldrum mínum látnum. Ykkur er velkomið að nota þetta ef þið viljið.“